Þau létu af störfum á árinu

30. desember 2021

Þau létu af störfum á árinu

Prestakragi og Handbók kirkjunnar

Á árinu sem er að líða létu nokkrir prestar og djáknar af störfum hjá þjóðkirkjunni og margir þeirra eftir áratuga þjónustu í kirkjunni.

Það eru alltaf tímamót bæði fyrir viðkomandi starfsmann og söfnuð.

Hér er ekki getið um tilfærslur í störfum milli prestakalla eða stofnana aðeins starfslok, þ.e. þegar fólk hættir fyrir aldurs sakir eða ákveður að fara á eftirlaun fyrir sjötugt; eða andast á starfstíma sínum.

Fimm prestar og tveir djáknar létu af störfum á árinu 2021:

Prestar
Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, 1. júní,
prestur í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi – áður lengst af prestur á Norðfirði.

Sr. Pálmi Matthíasson, 1. september,
sóknarprestur, Fossvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 
 
Sr. Halldór Reynisson, 1. nóvember,
verkefnastjóri á biskupsstofu


Sr. Haraldur M. Kristjánsson, 1. nóvember,
sóknarprestur, Víkurprestakalli, Suðurprófastsdæmi

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, 1. nóvember,
prestur við Kópavogskirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra - áður lengst af prestur á Djúpavogi

Sr. Egill Hallgrímsson,
sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Skálholti 9. júní.

Djáknar
Ragnheiður Sverrisdóttir, 19. janúar,
djákni og verkefnastjóri á Biskupsstofu

Margrét Gunnarsdóttir, 31. desember,
djákni í Bessastaðasókn, Garðaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

hsh

 


  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju