Þau létu af störfum á árinu

30. desember 2021

Þau létu af störfum á árinu

Prestakragi og Handbók kirkjunnar

Á árinu sem er að líða létu nokkrir prestar og djáknar af störfum hjá þjóðkirkjunni og margir þeirra eftir áratuga þjónustu í kirkjunni.

Það eru alltaf tímamót bæði fyrir viðkomandi starfsmann og söfnuð.

Hér er ekki getið um tilfærslur í störfum milli prestakalla eða stofnana aðeins starfslok, þ.e. þegar fólk hættir fyrir aldurs sakir eða ákveður að fara á eftirlaun fyrir sjötugt; eða andast á starfstíma sínum.

Fimm prestar og tveir djáknar létu af störfum á árinu 2021:

Prestar
Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, 1. júní,
prestur í Mosfellsprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi – áður lengst af prestur á Norðfirði.

Sr. Pálmi Matthíasson, 1. september,
sóknarprestur, Fossvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 
 
Sr. Halldór Reynisson, 1. nóvember,
verkefnastjóri á biskupsstofu


Sr. Haraldur M. Kristjánsson, 1. nóvember,
sóknarprestur, Víkurprestakalli, Suðurprófastsdæmi

Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, 1. nóvember,
prestur við Kópavogskirkju, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra - áður lengst af prestur á Djúpavogi

Sr. Egill Hallgrímsson,
sóknarprestur í Skálholtsprestakalli, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Skálholti 9. júní.

Djáknar
Ragnheiður Sverrisdóttir, 19. janúar,
djákni og verkefnastjóri á Biskupsstofu

Margrét Gunnarsdóttir, 31. desember,
djákni í Bessastaðasókn, Garðaprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi.

hsh

 


  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall