Fjögur störf laus

11. janúar 2022

Fjögur störf laus

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Það telst vera óvenjulegt um þessar mundir að auglýst eru fjögur störf presta laus, þar af þrjú sóknarprestsstörf og eitt prestsstarf. Skýringin er sú að um tíma hefur verið í gildi ráðningarbann hjá Þjóðkirkjunni og rann það út 1. janúar s.l.

Nú hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýst eftir prestum í þessi fjögur störf og er umsóknarfrestur um þau til miðnættis 24. janúar n.k.

Um störfin má lesa nánar á heimasíðu kirkjunnar. Sækja ber rafrænt um störfin á vef kirkjunnar  og leggja fram tilskilin gögn í rafrænu formi.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Einnig er vakin athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is, að liðnum umsóknarfresti.

Störfin eru:

Prestur í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi
Þrír prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og tveir prestar.
Íbúafjöldi prestakallsins er 4594, þar af eru 3475 í þjóðkirkjunni.
Sóknirnar eru 14, hver með sína sóknarkirkju.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Víkurprestakall, Suðurprófastsdæmi
Í Víkurprestakalli eru sex sóknir. Víkursókn er með flesta íbúa 563, Reynissókn með 72 íbúa, Skeiðflatarsókn með 129, Ásólfsskálasókn 84, Eyvindarhólasókn 141 og Stóra-Dalssókn með 73 íbúa.
Samtals eru íbúar 1.062, þar af 513 sem tilheyra þjóðkirkjunni.
Í prestakallinu eru átta guðshús. Auk sóknarkirknanna sem eru Víkurkirkja, Reyniskirkja, Skeiðflatarkirkja, Ásólfsskálakirkja, Eyvindarhólakirkja og Stóra-Dalskirkja eru Skógarkirkja á Skógum og Sólheimakapella.
Prestsbústaður er í Vík og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Skálholtsprestakall, Suðurprófastsdæmi 
Í Skálholtsprestakall er á samstarfssvæði með Hrunaprestakalli. Það samanstendur af átta sóknum þar sem eru 12 kirkjur.
Prestakallinu fylgir vaktsími sem er fyrir HSU á Selfossi, lögreglu og aðra viðbragðsaðila vegna bráðaútkalla, vitjana, slysa og andláta á svæði gömlu Árnessýslu.
Prestsbústaður er í Skálholti og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins. Sóknarnefnd telur nauðsynlegt að prestur hafi fast aðsetur í Skálholti og er æskilegt að starfsaðstaða hans verði í Gestastofu Skálholts.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 
Þingeyraklaustursprestkall samanstendur af fimm sóknum, Auðkúlusókn, Blönduóssókn, Svínavatnssókn, Undirfellssókn og Þingeyrasókn.
Íbúafjöldi í prestakallinu er um 1350, þar af eru 916 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni, börn yngri en 16 ára eru 248.
Prestarnir í Húnavatnssýslu skipta með sér vaktsíma utan hefðbundins vinnutíma, viku í senn.
Þingeyraklaustursprestakall og Skagastrandarprestakall eru samstarfssvæði.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

hsh

 

 


  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði