Messufall víða - og þó ekki

15. janúar 2022

Messufall víða - og þó ekki

Víða eru kirkjubekkir auðir á kórónuveirutíð - Garðskirkja í Kelduhverfi, Langanes- og Skinnastaðarprestakalli - mynd: hsh

Það eru vissulega óvenjulegir tímar nú um stundir þegar  sóttvarnaraðgerðir eru hvað strangastar. Þær raska mjög mörgu í samfélaginu. Mörg fyrirtæki í þjónustu- og veitingageiranum geta illa brugðist við gagnvart til dæmis fjöldatakmörkunum. Þau hafa þó fengið stuðning frá hinu opinbera til að standa af sér það versta.

Allt kirkjustarf hefur raskast eins og fram hefur komið hér á vef kirkjunnar og er líklegt að svo verði að verulegu leyti fram til 2. febrúar n.k. Hins vega hafa mjög margir söfnuðir brugðist fljótt og örugglega við með því að streyma beint frá helgihaldi eða að taka það upp.

Nú um helgina er víðast hvar messufall á hefðbundnu helgihaldi. Um það má lesa á heimasíðum flestra kirkna og Feisbókarsíðum. Þar er og vísað á tengla í sambandi streymi og upptökur. Sums staðar hafa sóknir sameinast um að streyma frá sameiginlegu helgihaldi.

Þó er að sjá að heldur hafi dregið úr hinu rafræna helgihaldi frá því sem fyrst var. Það verður seinni tíma rannsóknarefni að skoða hvernig söfnuður brugðust við í kórónuveirunni hvað helgihald og annað safnaðarstarf snertir. Voru þéttbýlissöfnuðir duglegri að streyma og taka upp heldur en dreifbýlissöfnuðir? Dró úr streymi á helgihaldi í seinni bylgjum faraldursins? Og ef svo var, hver er skýringin?

Úr Samþykktum um innri málefni kirkjunnar
Þjónustan
Frumskylda sóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir trú sem starfar í kærleika.
Sérhvert sóknarbarn á að eiga kost á guðsþjónustu hvern helgan dag. Sóknin skal leitast við að hafa reglubundið helgihald og fjölbreytt guðsþjónustulíf til að ná til fólks á ýmsum aldursskeiðum, og nýta þau tækifæri sem athafnir á krossgötum ævinnar veita til boðunar og sálgæslu.
Þar sem ekki er unnt að halda uppi reglubundnu helgihaldi, svo sem vegna fámennis, geta sóknir í sama prestakalli, eða á sama þjónustusvæði, sameinast um helgihald og aðra meginþætti safnaðarstarfs.“

Í ljósi þess sem segir í Samþykktum um innri mál kirkjunnar er kirkjunnar fólki það þungbært þegar fella þarf niður helgihald. En nútíminn býður upp á nýjar leiðir í aðstæðum sem þessum: rafrænt helgihald.

Í nokkrum söfnuðum, fámennum sem fjölmennum, er ekkert helgihald nú um helgina, heldur messufall í orðsins fyllstu merkingu, og fólki oft bent á að huga að rafrænu helgihaldi annars staðar.

Sumir söfnuðir benda á að kirkjan sé opin, fólk geti sem sé komið, sest á bekk og átt stund með sjálfu sér, hlýtt á klukknahljóm. Presturinn er þá auk þess á staðnum.

Messuauglýsingar í Morgunblaðinu í dag voru aðeins fimm talsins:

Kirkjan.is fór yfir nokkrar heimsíður kirkna og feisbókarsíður, tók skjáskot af nokkrum auglýsingum. Hvatt er til að fylgjast með helgihald á netinu og þá sem víðast.

Nokkur skjáskot:

 

 

hsh

  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Covid-19

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju