Rafrænt helgihald

16. janúar 2022

Rafrænt helgihald

Seltjarnarneskirkja hefur sýnt mikinn kraft í rafrænu helgihaldi - sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur - mynd: hsh

Kirkjan.is tók smá sprett á netinu til að kanna hvaðan rafrænar helgistundir væru í boði á þessum sunnudegi, 16. janúar. Eins og fram hefur komið hér í fréttum hafa söfnuðir verið hvattir til að grípa til rafræns helgihalds á þessum óvissutíma þegar kórónuveirusmit eru fleiri en heilbrigðisyfisvöldum líkar. Reglur um hertar samkomutakmarkanir gengu í gildi í gær. 

Svo er að sjá sem Feisbókarsíður kirknanna séu megin farvegur hins rafræna helgihalds. Það er bráðsnjallt því að þannig er hægt að dreifa þeim auðveldlega ef fólk kýs svo. 

Helgistundirnar eru hver með sínum hætti og því fjölbreytilegar. Tónlist, söngur, hugleiðing eða prédikun. Formið er afslappað og áreynslulaust. Ein barnastund frá Vídalínskirkju.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar stundir sem kirkjan.is rakst á þegar hún vafraði um á milli kirkna á Feisbók. Ástæða þess að sumar þeirra eru í fullri mynd á síðunni, aðeins þarf að smella á örina, er sú að þær eru stilltar svo á Feisbókarsíðu viðkomandi kirkju. Þar sem þarf að smella á hlekkinn einan er stillingin með þeim hætti á viðkomandi Feisbókarsíðu. 

Þetta er ekki tæmandi listi því að eitthvað kann að hafa farið fram hjá kirkjunni.is á þessu vafri. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudagskveðja frá Ísafjarðarkirkju

Keflavíkurkirkja

Seltjarnarneskirkja 

Útvarpsguðsþjónusta í Grensáskirkju - samkirkjuleg bænavika

hsh

 

  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

  • Fréttin er uppfærð

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju