Þau sóttu um

28. janúar 2022

Þau sóttu um

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandi

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar s.l.

Störfin fjögur voru prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli, sóknarprestsstarf í Víkurprestakalli, sóknarprestsstarf í Skálholtsprestakalli, og sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli.

Um prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli sóttu þrjú:
Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur

Um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli sóttu fimm:
Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol.
Helga Bragadóttir, mag. theol.

Fimmti umsækjandinn óskar nafnleyndar.

Í sömu auglýsingu var auglýst sem áður gat eftir sóknarpresti í Skálholtsprestakall og Víkurprestakall. Töf hefur orðið á því ferli og verður af þeim sökum greint frá því síðar hverjir sóttu um þau störf.

Valferli mun síðan fara fram samkvæmt starfsreglum um ráðningu í prestsstörf

Hér má sjá auglýsinguna eins og hún birtist hér á fréttavef kirkjunnar, kirkjan.is.

hsh


  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju