Þau sóttu um

28. janúar 2022

Þau sóttu um

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandi

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar s.l.

Störfin fjögur voru prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli, sóknarprestsstarf í Víkurprestakalli, sóknarprestsstarf í Skálholtsprestakalli, og sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli.

Um prestsstarf í Egilsstaðaprestakalli sóttu þrjú:
Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur

Um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli sóttu fimm:
Árni Þór Þórsson, mag. theol.
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol.
Helga Bragadóttir, mag. theol.

Fimmti umsækjandinn óskar nafnleyndar.

Í sömu auglýsingu var auglýst sem áður gat eftir sóknarpresti í Skálholtsprestakall og Víkurprestakall. Töf hefur orðið á því ferli og verður af þeim sökum greint frá því síðar hverjir sóttu um þau störf.

Valferli mun síðan fara fram samkvæmt starfsreglum um ráðningu í prestsstörf

Hér má sjá auglýsinguna eins og hún birtist hér á fréttavef kirkjunnar, kirkjan.is.

hsh


  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Biskup

Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember