Sr. Dagur Fannar ráðinn

7. febrúar 2022

Sr. Dagur Fannar ráðinn

Sr. Dagur Fannar Magnússon fyrir altari Stöðvarfjarðarkirkju - blessar söfnuðinn - mynd: Ingibjörg S. JóhannsdóttirBiskup Íslands auglýsti eftir sóknarpresti til þjónustu í Skálholtsprestakall, Suðurprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út 24. janúar s.l.

Valnefnd kaus sr. Dag Fannar Magnússon, prest í Heydölum, til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Nýi presturinn
Sr. Dagur Fannar Magnússon er fæddur á Selfossi 10. júlí 1992. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2011 og mag. theol. prófi frá guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands árið 2019.
Sumarið 2019 starfaði hann sem verkefnastjóri í Skálholti.
Hann var vígður 15. september 2019 til Heydala í Austfjarðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi og tók þar við störfum 1. nóvember 2019.
Sr. Dagur Fannar stefnir að því að ljúka MA-gráðu í guðfræði í september á þessu ári.
Eiginkona hans er Þóra Gréta Pálmarsdóttir, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi að mennt, og eiga þau þrjú börn. Þóra Gréta starfar hjá Austurbrún við rannsóknir. 

Prestakallið
Prestakallið Í Skálholtsprestakall í Suðurprófastsdæmi er á samstarfssvæði með Hrunaprestakalli.
Það samanstendur af átta sóknum þar sem eru 12 kirkjur. Prestakallinu fylgir vaktsími sem er fyrir HSU á Selfossi, lögreglu og aðra viðbragðsaðila vegna bráðaútkalla, vitjana, slysa og andláta á svæði gömlu Árnessýslu. Prestsbústaður er í Skálholti og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.
Sóknarnefnd telur nauðsynlegt að prestur hafi fast aðsetur í Skálholti og er æskilegt að starfsaðstaða hans verði í Gestastofu Skálholts.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

hsh
  • Frétt

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju