10. febrúar 2022
Edda Hlíf ráðin
Edda Hlíf Hlífarsdóttir verðandi prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli - mynd: Elínborg HalldórsdóttirBiskup Íslands auglýsti eftir sóknarpresti til þjónustu í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út hinn 24. janúar s.l.
Valnefnd kaus Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.
hsh
Valnefnd kaus Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.
Nýi presturinn
Edda Hlíf Hlífarsdóttir er fædd á Sauðárkróki 20. júlí 1985 og ólst upp í Víðiholti í Skagafirði. Frá árinu 2007 hefur hún verið búsett í Oddakoti í Austur-Landeyjum og stundað þar hrossarækt, ásamt unnusta sínum Þráni Víkingi Ragnarssyni, verkfræðingi. Edda Hlíf er stúdent af félagsfræðibraut við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 2011. Hún lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands í febrúar 2020 og diplómanámi á meistarastigi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands í júní 2021.
Meðfram guðfræðináminu sinnti Edda Hlíf fermingarfræðslu við Breiðabólstaðarprestakall og Langholtsprestakall og æskulýðsstarfi við Guðríðarkirkju og Langholtskirkju.
Edda Hlíf hefur lokið 90 einingum í meistaranámi í guðfræði við H.Í.
Hún hefur starfað sem deildarstjóri á Vinasetrinu, stuðningsheimili fyrir börn, frá árinu 2017 og hefur auk þess starfað í Skammtímavistun á Selfossi síðastliðið ár.
Edda Hlíf Hlífarsdóttir er fædd á Sauðárkróki 20. júlí 1985 og ólst upp í Víðiholti í Skagafirði. Frá árinu 2007 hefur hún verið búsett í Oddakoti í Austur-Landeyjum og stundað þar hrossarækt, ásamt unnusta sínum Þráni Víkingi Ragnarssyni, verkfræðingi. Edda Hlíf er stúdent af félagsfræðibraut við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 2011. Hún lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Íslands í febrúar 2020 og diplómanámi á meistarastigi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands í júní 2021.
Meðfram guðfræðináminu sinnti Edda Hlíf fermingarfræðslu við Breiðabólstaðarprestakall og Langholtsprestakall og æskulýðsstarfi við Guðríðarkirkju og Langholtskirkju.
Edda Hlíf hefur lokið 90 einingum í meistaranámi í guðfræði við H.Í.
Hún hefur starfað sem deildarstjóri á Vinasetrinu, stuðningsheimili fyrir börn, frá árinu 2017 og hefur auk þess starfað í Skammtímavistun á Selfossi síðastliðið ár.
Prestakallið
Þingeyraklaustursprestkall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, samanstendur af fimm sóknum, Auðkúlusókn, Blönduóssókn, Svínavatnssókn, Undirfellssókn og Þingeyrasókn.
Íbúafjöldi í prestakallinu er um 1350, þar af eru 916 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni, börn yngri en 16 ára eru 248.
Prestarnir í Húnavatnssýslu skipta með sér vaktsíma utan hefðbundins vinnutíma, viku í senn.
Þingeyraklaustursprestakall og Skagastrandarprestakall eru samstarfssvæði.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Þingeyraklaustursprestkall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, samanstendur af fimm sóknum, Auðkúlusókn, Blönduóssókn, Svínavatnssókn, Undirfellssókn og Þingeyrasókn.
Íbúafjöldi í prestakallinu er um 1350, þar af eru 916 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni, börn yngri en 16 ára eru 248.
Prestarnir í Húnavatnssýslu skipta með sér vaktsíma utan hefðbundins vinnutíma, viku í senn.
Þingeyraklaustursprestakall og Skagastrandarprestakall eru samstarfssvæði.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
hsh