Framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar

14. febrúar 2022

Framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar

Birgir Gunnarsson - mynd: Sigurður Bogi Sævarsson (Mbl.)

Framkvæmdanefnd kirkjuþings hefur gengið frá ráðningu Birgis Gunnarssonar til að gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar.

Alls bárust 44 umsóknir um stöðuna.

Birgir er fæddur 1963 og uppalinn á Siglufirði. Hann er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur einnig lokið námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg.

Birgir hefur umfangsmikla reynslu af rekstri og stjórnun stórra stofnana, en undanfarin ár hefur hann gegnt starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Áður var Birgir forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar í Mosfellsbæ, í þrettán ár en þar áður var hann forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðarkróki í sextán ár.

Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum s.s. setið stjórn Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana, formaður Félags forstöðumanna heilbrigðisstofnana og ýmislegt fleira.

Birgir mun hefja störf í júní 2022.

Svona var auglýsingin á fréttavef kirkjunnar.is og umsóknarfrestur var til 24. janúar s.l. 

Fréttatilkynning/hsh
  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.