Nýr prófastur

17. febrúar 2022

Nýr prófastur

Nýr prófastur - sr. Bryndís Malla Elídóttir í ræðustól kirkjuþings - mynd: hsh

Nýr prófastur tekur við í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 1. apríl n.k. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur útnefnt sr. Bryndísi Möllu Elídóttur, prest í Seljasókn, sem næsta prófast og tekur hún við af sr. Gísla Jónassyni. Útnefning gildir í fimm ár eins og segir í starfsreglum um prófasta og gildir áfram sjálfkrafa ef prófastur tekur við öðru prestsstarfi innan sama prófastsdæmis.

Nýi prófasturinn
Bryndís Malla Elídóttir er fædd í Reykjavík 1969 og vígðist til Hjallakirkju í Kópavogi 12. febrúar 1995 og þjónaði þar með áherslu á barna- og æskulýðsstarf. Hún var síðan sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri en hefur frá árinu 2005 þjónað í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, fyrst sem héraðsprestur í Breiðholtskirkju og nú síðustu ár sem prestur Seljasóknar. Bryndís Malla sat í stjórn Prestafélags Íslands í sex ár og hefur síðasta kjörtímabil átt sæti á kirkjuþingi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum innan sem utan prófastsdæmisins.

hsh


  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju