Foktjón á kirkjustöðum

23. febrúar 2022

Foktjón á kirkjustöðum

Útihúsin í Stafholti - mynd tekin í gær: Brynjólfur Guðmundsson

Óveðrið sem gengið hefur yfir landið gerir að sjálfsögðu ekki mun á Jóni og sr. Jóni. Það fór um allt landið og veðurhamurinn var mikill.

Víða varð mikið tjón í óveðrinu. Heilu þökin fuku af nokkrum húsum austan og sunnan og dúk-íþróttahús þeirra Hvergerðinga fauk og var það mikið tjón fyrir bæinn. Minna tjón varð þar sem járnplötur fuku af húsum eða losnuðu.

Fyrir utan foktjón í óveðrinu urðu miklar rafmagnstruflanir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Margar línur Landsnets hrukku út og eru margar bilaðar. Tjón Landsnets er sagt hlaupa á tugum milljóna.

Í Stafholti í Vesturlandsprófastsdæmi losnuðu járnplötur af útihúsum. Ekki er búið að meta tjónið að sögn sóknarprestsins, sr. Önnu Eiríksdóttur sem býr í Stafholti. Hún segir að veðrið hafi verið mjög slæmt í gær. „Sem betur slapp íbúðarhúsið,“ segir sr. Anna. Hún segir að veðrið hafi náð nýjum hæðum í sveitinni. 

Stafholtskirkja var reist 1875-1877. 

Enginn búskapur er í Stafholti. 

Þá fuku járnplötur af útihúsum á Skeggjastöðum í aftakaveðrinu. Á Skeggjastöðum er elsta kirkja Austurlands - frá 1845. Víða á Austurlandi varð foktjón, til dæmis fauk heilt þak af íbúðarhúsi á Vopnafirði. Skeggjastaðir eru kirkjujörð en ekki lengur prestssetur.

Einnig fuku járnplötur af útihúsum á fyrrum prestssetursjörðinni Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Fram skal tekið að ekki er kirkja á Syðra-Laugalandi en jörðin er í eigu kirkjunnar.  

Járnplötiur fuku af þaki vélageymslu í Skálholti. 

Öll þessi útihús voru reist fyrir og eftir miðja síðustu öld. 

Arnór Skúlason, verkefnastjóri fasteignasviðs Biskupsstofu, hefur þegar fengið smiði til að sinna lagfæringum þar sem foktjón varð. 

Í lokin má geta þess að fánastöngin við Neskirkju í Reykjavík fauk um koll. 

hsh


Útihúsin í Stafholti eru snotrar byggingar - mynd tekin í nóvember 2020 - hsh


Frá Syðra-Laugalandi


Tré brotnuðu á Syðra-Laugalandi


Frá Skeggjastöðum


Frá Skeggjastöðum


Rúnar Reynisson, skrifstofustjóri Neskirkju, með hún fánastangarinnar sem fauk


Tré 
  • Samfélag

  • Kirkjustaðir

  • Prestsbústaðir

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður