Falleg friðar- og bænastund

25. febrúar 2022

Falleg friðar- og bænastund

Hallgrímskirkja í gær - ljósberar og prestur - frá vinstri Hjördís Þorgeirsdóttir og Einar Karl Haraldsson, þá sr. Sigurður Árni Þórðarson - mynd: hsh

Hún var falleg friðar- og bænastundin í Hallgrímskirkju síðdegis í gær sem kirkjan.is sótti. Alvörufull, látlaus og hátíðleg í senn. Stundin var í umsjón sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar, sóknarprests. Flutti hann í upphafi nokkur orð um stríð og hörmungar þess og von um frið sem býr í brjóstum allra. Lesinn var texti Matteusarguðspjalls um friðflytjendur:

Síðan var fólki boðið að tendra á kerti og setja í kórtröppur.

Einnig stóð fólki til boða að skrifa nokkur orð í bók sem var á litlu borði vinstra megin við kórinn.

Björn Steinar Sólbergsson, organisti, lék í byrjun stundarinnar Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ og í lok hennar Andante úr tríósónötu nr. 4 í e-moll eftir Johann Sebastian Bach.

Logandi útikerti voru fyrir utan kirkjudyr og að styttu Leifs heppna Eiríkssonar. Þá var einnig leikið á klukkuspil kirkjunnar.

Viðbúið er að innrás Rússa í Úkraínu beri á góma í prédikunum sunnudagsins og svo fari að jafnvel fleiri kirkjur en Hallgrímskirkja boði til friðar- og bænastunda vegna hernaðarins.

Í gær mátti lesa á samfélagsmiðlum, Twitter, Instagram og Facebook, hughreystandi orð frá trúarleiðtogum um þessi válegu tíðindi í Evrópu.

Sælir eru friðflytjendur
því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.

Matteusarguðspjall 5.9.

 

hsh

 

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Frétt

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður