Kirkjuþing fundar

1. mars 2022

Kirkjuþing fundar

Fundarbjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til 8. fundar kirkjuþings þriðjudaginn 8. mars og mun hann fara fram í gegnum fjarfundabúnað.

Þingfundurinn hefst kl. 10.00 og mun væntanlega standa yfir í aðeins tvær klukkustundir.

Dagskrá:

Fundarsetning.
1. Kosning uppstillingarnefndar, sbr. 18. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021.
2. Kosning fulltrúa í starfskostnaðarnefnd kirkjuþings í stað Önnu Guðrúnar Sigurvinsdóttur.
Þingfundi slitið.

Lokaður kynningarfundur kirkjuþings verður haldinn í framhaldi af þingfundi. Þar fer fram kynning á stöðu fjármála Þjóðkirkjunnar 2021 og horfum ársins 2022 – fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar, Ásdís Clausen, og sr. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, fara yfir stöðuna. Fundurinn er haldinn samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar kirkjuþings og að ósk formanna fastra þingnefnda kirkjuþings.

Síðasti fundur þessa kirkjuþings er svo áætlaður 22. mars n.k

Framboðsfrestur fyrir kirkjuþing 2022-2026 rennur út 15. mars n.k.

hsh


  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall