Sameinast í bæn fyrir friði í Úkraínu

5. mars 2022

Sameinast í bæn fyrir friði í Úkraínu

Sameiginleg bænaguðsþjónusta stærstu kirkjudeilda kristninnar fer fram í Háteigskirkju kl. 17 sunnudaginn 6.mars, undir yfirskriftinni „Ákall og bæn fyrir friði í Úkraínu“. Eru vissulega öll velkomin til stundarinnar en þar mun háttvirtur Kleofas Metropolitan yfir Skandínavíu innan ekúmeníska patríarksins í Konstantínópel ávarpa samkomuna. Grunnstef stundarinnar byggir á því að ólíkar kirkjudeildir og kristið fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni fái komið saman til að biðja og endurspegla þannig einingu kristninnar.
„Bænir verða bornar fram á ótal þjóðtungum í einfaldri og látlausri athöfn,“ segir í kynningu. Þar segir einnig að með skömmum fyrirvara og miklum velvilja hafi kaþólska kirkjan, gríska rétttrúnaðarkirkjan sem og þeir aðilar sem standa að að samstarfsnefnd kristinna trúfélaga getað staðið að þessari táknrænu bænastund sem mun fara fram í Háteigskirkju. Friðarstarf og samtal kirkjudeildanna á alþjóðlegum vettvangi Alkirkjuráðsins hefur verið mikilvægur hluti af því að viðhalda gagnkvæmri virðingu þeirra á milli eftir átök seinni heimstyrjaldarinnar.


Kirkjan verður að vera hafin yfir stjórnmálin
Háttvirtur Metropol Kleofas er varaforseti stjórnar CEC (Samband evrópskra kirkna) en situr einnig í biskuparáði elsta patríarkats Austurkirkjunnar. Kirkjur heims hafa staðið fyrir bænastundum fyrir friði í Úkraínu víða á síðustu vikum og margar þeirra verið samkirkjulegar. Fulltrúi kaþólsku kirkjunnar eru Davíð Tecner biskup en fulltrúar þeirra sem eiga aðild að samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, meðal annars Hvítasunnumanna, Aðventista og Þjóðkirkjunnar hvöttu til þess þegar skemmdarverk voru framin á húsnæði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar við Mýrargötu í Reykjavík. Prestur hinna ólíku þjóðarbrota sem tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni, Faðir Timur og söfnuðir hans eru djúpt snortin af þakklæti vegna þessa viðbragðs samstarfsnefndarinnar.

„Árás á bænahúsið er ekki bara áfall fyrir okkur heldur áhyggjuefni vegna vaxandi andúðar gegn fólki vegna uppruna þeirra eða þjóðernis. Samstaðan um að biðja saman fyrir friði í Úkraínu og annarsstaðar í heiminum þar sem átök er huggun í aðstæðum okkar.“ Í bakgrunni þessa má nefna vaxandi andúð gegn öllu því sem byggir á tengslum við rússneska menningu eða á rætur í henni. Athafnir rússneskra stjórnvalda bitna þannig á venjulegum borgurum, bræðrum og systrum er stíað í sundur á forsendum stjórnmála og þjóðernissjálfsmyndar sem á sér engar sögulegar rætur. Faðir Timur hafa borið á vaxandi spennu innan safnaðar hans, þar sem bæði úkraínumenn og rússar hafa iðkað trú sína saman í sátt og samlyndi hingað til. Hinn víðtæki ekúmeníski stuðningur við söfnuðinn og kirkjuna er táknræn gjörð sem leggur áherslu á að trúariðkun og helg þjónusta er hafin yfir þjóðerni og stjórnmál. 

Í yfirlýsingu frá samstarfsnefndinni er harmað að skemmdir hafi verið unnar á bænhúsi safnaðarins við Mýrargötu. Þar muni þau koma saman kl. 14 á sunnudag til að hefja hreinsunarstarf ásamt Föður Timur og söfnuðinum.

„Sé ráðist á bænhús einnar kirkju, þá er ráðist á þær allar. Þegar skemmdarverk eru framin þegar rof verður á tengslum. Reiði og hömluleysi eru birtingarmyndir þess að syndin er í heiminum og að allir geta fallið í freistni. Heift og fordómar geta náð tökum á veru hvers og eins, hatur og fáfræði grafa undan samfélögum.
 Af því geta hlotist hörmuleg átök og jafnvel brotist út stríð. Í dag erum við kölluð saman til bæna fyrir friði í Úkraínu.“

Aðalritari Alkirkjuráðsins hefur fyrir hönd WCC, víðtækasta vettvangs heims um samstarf kristinna kirkjudeilda, sent Kýril patríarka áskorun þess efnis að hann stuðli að því sem til friðar megi leiða. Að sögn aðstandenda er sú gjörð í samhljómi við áskoranir og ákall lúterska heimssambandsins sem okkar evangelísk lúterska þjóðkirkja er hluti af. Undir þá áskorun hefur frá Agnes biskup tekið og sagt að kirkjan getur aðeins staðið vörð um einingu sína í anda kærleika og friðar, réttætis, sannleika og virðingu fyrir Guðs góðu sköpun. Hugvekju hennar af þessu tilefni má lesa hér.

Í ályktun samstarfsnefndarinnar segir að stríðsátök á úkraínskri grundu séu hryggileg birtingarmynd þess að bræðraþjóðir berjist, þau sem áður gátu sýnt samstöðu og eiga að geta átt friðsamlegt samfélag sem bræður og systur í Kristi.“ Eins og þjóð veit hafa átökin hafa vakið fordæmalaus viðbrögð í Evrópu, hlutleysi ríkja sem varað hefur í gegnum heimstyrjaldir er úti. Einnig er lýst áhyggjum yfir því að ómetanlegar menningarminjar um þúsund ára kristni í Úkraínu, fæðingarstað rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, séu í hættu í þessum stríðsátökum. Líkur séu á að milljónir lendi á flótta. „Þegar hefur orðið óbætanlegur skaði  og þúsundir fallið í átökum sem virðast óskiljanleg. Það sem okkur tilheyrir er að falla ekki í gryfju dómhörku og fordóma. Við skulum ganga í hús Drottins til að biðja fyrir friði.“



Myndir með frétt

sr. Patrick, Metropolitan Kleophas og David biskup katholskra
  • Biskup

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Alþjóðastarf

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins