Stríðshörmungar í Úkraínu

7. mars 2022

Stríðshörmungar í Úkraínu

Fólk á flótta undan árásum Rússa - mynd The Daily Telegraph

Hjálparstarf kirkjunnar hefur áratuga reynslu af hjálparstarfi á svæðum þar sem neyð er mikil. Það er umfangsmikið starf sem þjóðkirkjan stendur á bak við ásamt almenningi sem leggur fram sinn skerf þegar til dæmis safnað er fyrir fólki sem þarfnast aðstoðar vegna stríðshörmunga eða náttúruhamfar.

Ástandið í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið rennur öllum til rifja.

Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar kom saman í síðustu viku, 3. mars, og ákvað að hefja söfnun fyrir Úkraínu. Jafnframt samþykkti fulltrúaráðið einróma eftirfarandi ályktun og ákall til íslenskra stjórnvalda vegna stríðsátaka í Úkraínu:

„Hjálparstarf kirkjunnar hefur miklar áhyggjur vegna stríðsátaka í Úkraínu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllum mætti í alþjóðasamfélaginu til að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í landinu og að stríðandi fylkingar beri virðingu fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.

Hjálparstarf kirkjunnar hvetur íslensk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðandi fylkingar virði Genfarsamningana og þyrmi lífi og heilsu almennra borgara á átakasvæðum og starfsfólks hjálparsamtaka sem veitir mannúðaraðstoð á vettvangi.

Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu svo fljótt sem verða má og taka þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi, þar með talið að tryggja örugga flóttaleið fyrir fólkið sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín.

Hjálparstarf kirkjunnar tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance sem hafa þegar hafið störf á vettvangi.

Hjálparstarf kirkjunnar skorar á íslensk stjórnvöld að stuðla að því að friðsamleg samskipti komist á milli þjóða á ný og að komið verði í veg fyrir stigmögnun átaka og að þau breiðist út til annarra landa.“
Hjálparstarfið stendur fyrir fjáröflun en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti:
 Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499
 Gefa stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/
 Hringja í söfnunarsímanúmer 907 2003 (2500 krónur)
 Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi í síma 5284406, kristin@help.is.

„Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem sinnir mannúðar- og hjálparstarfi í nafni íslensku þjóðkirkjunnar.“

hsh


  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Trúin

  • Ályktun

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju