Prestsvígsla að Hólum

8. mars 2022

Prestsvígsla að Hólum

Þingeryarklausturskirkja er elsta steinhlaðna sóknarkirkja landsins Prestsvígsla fer fram í Hóladómkirkju næstkomandi sunnudag, þann 13. mars kl. 14:00.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup vígir mag. theol. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur  sem valin hefur verið til þjónustu í Þingeyrarklaustursprestakalli. 

Vígsluvottar verða sr. Bryndís Valbjarnardóttir, sr. Gísli Gunnarsson, sr. Sigríður Gunnarsdóttir og sr. Stefanía Steinsdóttir. 
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi lýsir vígslu.
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur á Hólum þjónar fyrir altari.

Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Kirkjukórar Þingeyrarklaustursprestakalls syngja.
Allir eru velkomnir til vígslunnar og gæti að eigin sóttvörnum.

Boðið er til messukaffis á Kaffi Hólum eftir athöfnina.


Myndir með frétt

  • Starf

  • Vígsla

  • Vígslubiskup

  • Embætti

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju