Prestsvígsla að Hólum

8. mars 2022

Prestsvígsla að Hólum

Þingeryarklausturskirkja er elsta steinhlaðna sóknarkirkja landsins Prestsvígsla fer fram í Hóladómkirkju næstkomandi sunnudag, þann 13. mars kl. 14:00.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup vígir mag. theol. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur  sem valin hefur verið til þjónustu í Þingeyrarklaustursprestakalli. 

Vígsluvottar verða sr. Bryndís Valbjarnardóttir, sr. Gísli Gunnarsson, sr. Sigríður Gunnarsdóttir og sr. Stefanía Steinsdóttir. 
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi lýsir vígslu.
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur á Hólum þjónar fyrir altari.

Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Kirkjukórar Þingeyrarklaustursprestakalls syngja.
Allir eru velkomnir til vígslunnar og gæti að eigin sóttvörnum.

Boðið er til messukaffis á Kaffi Hólum eftir athöfnina.


Myndir með frétt

  • Starf

  • Vígsla

  • Vígslubiskup

  • Embætti

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju