Neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

14. mars 2022

Neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

LWF/ Starfsmenn HIA - ungversku þverkirkjulegu neyðaraðstoðarinnar undirbúa sendingu hjálpargagna til landamæra Úkraínu.

Fólk á flótta undan stríðsátökum í Úkraínu hefur undanfarnar tvær vikur notið aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í Ungverjalandi bæði í Úkraínu og í Ungverjalandi.
Aðstoðin hefur meðal annars falist í því að fólk hefur fengið mat, drykk, hreinlætisvörur og -aðstöðu á ferð sinni en yfir 200.000 manns höfðu flúið yfir landamærin til Ungverjalands í lok síðustu viku. Í systurkirkjunum í Ungverjalandi er álagið aukist mjög en ótal sjálfboðaliðar mætt aðstæðunum af djörfung og æðruleysi, að sögn biskups evangelísk-lútersku kirkjunnar í Búdapest.   

Meginatriðið síðustu vikur hefur verið að taka á móti fólki við landamærin, m.a. þar sem börnum hefur verið sköffuð aðstaða til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum en fólkið fer svo áfram með rútum frá landamæraþorpum í stærri borgir þar sem búið að er koma upp miðstöðvum fyrir flóttafólkið. Í stærri borgunum taka við samhæfðar aðgerðir sem skipulagðar eru af systurstofnunum í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna í öðrum nágrannalöndum Úkraínu, þ.m.t. í Rússlandi, hafa sömuleiðis aðstoðað flóttafólk. ACT Alliance samhæfir nú enn frekara hjálparstarf á svæðinu og býr sig undir frekari aðgerðir vegna vaxandi straums flóttafólks. 

Neyðarkall Hjálparstarfs kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun til að hægt sé að veita íbúum Úkraínu sem flúið hafa heimili sín neyðaraðstoð og áfallahjálp á staðnum. Fjárframlög eru send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem eru nú þegar að störfum. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna - ACT Alliance samræmir áframhaldandi aðstoð við fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín og leitar skjóls í nágrannaríkjum. ACT Alliance kallar eftir því að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í Úkraínu, að borin sé virðing fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.

Leggja má starfinu lið með eftirfarandi hætti:

Senda sms-ið HJALPARSTARF í síma 1900 (2500 kr)
Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400
 
Hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2500kr)

Millifæra á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499
Gefa stakt framlag á vefsíðunni: https://www.styrkja.is

amf /af vef Hjálparstarfsins og lúterska heimssambandsins


 
  • Erlend frétt

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söfnun

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju