Samþykkt framboð til kirkjuþings

21. mars 2022

Samþykkt framboð til kirkjuþings

Fundarbjalla kirkjuþings - gefin 1985 - mynd: hsh

Kjörstjórn kirkjunnar hefur samþykkt framboð til kirkjuþings en frestur til að skila þeim rann út á miðnætti 15. mars. sl.

Eftirtaldir buðu sig fram úr kjördæmum leikmanna (9 kjördæmi):

1. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Daníel Steingrímsson
Davíð Stefánsson
Gunnar Þór Ágeirsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Kristrún Heimisdóttir
Ólafur Ísleifsson
Rúnar Vilhjálmsson
Vera Guðmundsdóttir

2. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Árni Helgason
Ásbjörn Björnsson
Hilmar Einarsson
Konráð Gylfason
Þórdís Klara Ágústsdóttir

3. kjördæmi Kjalarnesprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Einar Örn Björgvinsson
Margrét Eggertsdóttir
Rafn Jónsson
Ríkharður Ibsen

4. kjördæmi Vesturlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Áslaug I. Kristjánsdóttir

5. kjördæmi Vestfjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Árný Hallfríður Herbertsdóttir
Dóróthea Margrét Einarsdóttir

6. kjördæmi Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Steindór Runiberg Haraldsson
Trostan Agnarsson

7. kjördæmi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Auður Thorberg
Hermann Ragnar Jónsson
Rósa Njálsdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Stefán Magnússon

8. kjördæmi Austurlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.

Berglind Hönnudóttir
Einar Már Sigurðarson

9. kjördæmi Suðurprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Anný Ingimarsdóttir
Drífa Hjartardóttir
Óskar Magnússon
Sólveig Þórðardóttir

Eftirtaldir buðu sig fram úr kjördæmum vígðra (3 kjördæmi):
1. kjördæmi vígðra. Reykjavíkurkjördæmi. Sex fulltrúar og þrír til vara

Aldís Rut Gísladóttir
Arna Grétarsdóttir
Arnór Bjarki Blomsterberg
Bjarni Þór Bjarnason
Bryndís Malla Elídóttir
Elínborg Sturludóttir
Elísabet Gísladóttir
Eva Björk Valdimarsdóttir
Guðni Már Harðarson
Sigurður Grétar Sigurðsson
Skúli Sigurður Ólafsson
Stefán Már Gunnlaugsson

2. kjördæmi vígðra. Skálholtskjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara
Axel Árnason Njarðvík
Ingimar Helgason
Magnús Erlingsson
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Dagur Fannar Magnússon

3. kjördæmi vígðra. Hólakjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara
Anna Hulda Júlíusdóttir
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Gísli Gunnarsson
Jóhanna Gísladóttir
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Í starfsreglum um kjör til kirkjuþings segir að frambjóðendur í hverju kjördæmi skuli ekki vera færri en sem nemur fjölda aðal- og varamanna til samans, annars vegar í kjördæmum vígðra og hins vegar leikmanna.

Ef ekki berist nægilega mörg framboð skuli kjörstjórn gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart og skuli nefndin þá tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Tilnefningar eiga að hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk.

Ekki bárust nægilega mörg framboð leikmanna og tilnefna þarf frambjóðendur í eftirtöldum kjördæmum:
Tvo frambjóðendur í 3. kjördæmi, Kjalarnesprófastsdæmi.
Tvo frambjóðendur í 4. kjördæmi, Vesturlandsprófastsdæmi.
Einn frambjóðanda í 5. kjördæmi, Vestfjarðaprófastsdæmi.
Einn frambjóðanda í 6. kjördæmi, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Einn frambjóðanda í 8. kjördæmi, Austurlandsprófastsdæmi.

Í kjördæmum vígðra bárust nægilega mörg framboð.

 

Uppstilingarnefnd tekur til starfa

 

Kirkjuþing kýs uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar. Í uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar eru níu menn einn úr hverju prófastsdæmi.
Ef ekki berast nægilega mörg framboð skal kjörstjórn svo fljótt sem auðið er gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart.
Uppstillingarnefnd skal tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk. ásamt samþykki hlutaðeigandi.“

Uppstillinganefnd hefur þegar hafið störf við að leita eftir frambjóðendum þar sem þá vantar. Heimilt er nefndinni að tilnefna fleiri frambjóðendur en vantar og skal nefndin leitast við að gæta jafnræðis kynjanna. Eftirfarandi sitja í uppstillingarnefnd.

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Egill Heiðar Gíslason, Laugarnessókn

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Níels Árni Lund, Grafarholtssókn

Kjalarnesprófastsdæmi
Elín Jóhannsdóttir, Bessastaðasókn

Vesturlandsprófastsdæmi
Guðrún Kristjánsdóttir, Borgarnessókn

Vestfjarðaprófastsdæmi
Hlynur Hafberg Snorrason, Ísafjarðarsókn

Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Jóhanna Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíðarsóknar

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, Lögmannshlíðarsókn

Austurlandsprófastsdæmi
Ólafur Eggertsson Berunessókn

Suðurprófastsdæmi
Björn Ingi Gíslason, Selfosssókn

 


  • Kirkjuþing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði