Kirkjuþing kemur saman

24. mars 2022

Kirkjuþing kemur saman

Þingsalurinn í Katrínartúni 4 - aukakirkjuþingið 2022 verður haldið í gegnum fjarfundabúnað og því hætt við að stólarnir í salnum verði auðir - mynd: hsh

 

Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, hefur boðað til níunda fundar kirkjuþings 2021-2022, laugardaginn 26. mars kl. 10.00. Fundað verður í Katrínartúni 4, húsakynnum biskupsstofu.

Búist er við því að þingstörfum ljúki um kvöldið og þeim verði svo haldið áfram sunnudaginn 27. mars kl. 9.00. Fundastörf munu og fara fram á mánudeginum 28. mars og stefnt að því að ljúka þeim kl. 17.00 en takist það ekki verður störfum lokið á þriðjudeginum. Streymt verður frá fundum þingsins.

Dagskrá
1. Fundarsetning.
2. Þingmál til fyrri umræðu.
3. Þingmál til seinni umræðu og atkvæðagreiðslu.

Áformað er að halda lokafund kirkjuþings 2021-2022 og slíta síðan kirkjuþinginu, í lok apríl mánaðar nk.

Nýtt kirkjuþing kemur svo saman í haust en framboðsfrestur til þess er nýlega runnin út. Kirkjuþingskosningar verða 12. -17. maí. Þær eru rafrænar.

Kirkjan.is mun greina frá störfum þingsins.

hsh


  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju