Vikulegar bænir

25. mars 2022

Vikulegar bænir

Bænaljósberi eftir Sigrúnu Jónsdóttur (1921-2001) - eig. Reykholtskirkja - mynd: hsh

Vakin er athygli á bænum sem birtar eru á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, nánar til tekið hér.

Þessar bænir eiga rætur sínar í Porvoo-samfélaginu og reka eflaust margir upp stór augu og spyrja hvað er það nú eiginlega?

Þjóðkirkjan er aðili að ýmsum samkirkjulegum samtökum og þeirra kunnast er tvímælalaust Lútherska heimssambandið (The Lutheran World Federation). Önnur samtök eru Alheimsráð kirkna (World Council of churches) og Evrópuráð kirkna (Council of European Churches) svo dæmi séu tekin. Í fyrra gekk svo þjóðkirkjan formlega til liðs við Samtök evangelískra kirkna í Evrópu (Communion of Protestant Churches in Europe) sem hvíla á svokölluðu Leuenberg-samkomulagi. Í sumum þessara hópa eru ólíkar kirkjudeildir sem svo eru kallaðir en eiga meira sameiginlegt en það sem aðskilur þegar nánar er að gáð. Þessi samtök eru umræðuvettvangur um guðfræði og það sem sameinar kristið fólk um veröld víða. Þess má og geta að starfandi er á vegum þjóðkirkjunnar samkirkjunefnd  en formaður hennar er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. 

Porvoo-kirknasamfélagið er kennt við Borgå eða öðru nafni Porvoo í Finnlandi en þar undirrituðu fulltrúar aðildarkirknanna nefnda yfirlýsingu.

Porvoo-yfirlýsingin var samþykkt af þjóðkirkjunni árið 1995. Það eru fimmtán kirkjur, lútherskar og anglíkanskar, sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu og þau sem eru áhugasöm geta lesið hana hér.

Sr. Halldór Reynisson, íslenska yfirlýsinguna, og dr. Sigurður Árni Þórðarson er fulltrúi þjóðkirkjunnar í tengslahópi Porvoo-samfélagsins.

Á hverju ári er gefin út rafræn bænabók á vegum þeirra kirkna er standa að Porvoo-yfirlýsingunni. Bænabókina má finna hér. Einn hængur er á og sá er að bænabókin er á ensku og ekki hefur gefist ráðrúm til að þýða hana. Úr því verður vonandi bætt þegar næsta bænabók kemur hér á vefinn. Til þess að gera gott úr því má benda á ekki er allt kristið fólk hér á landi íslenskumælandi. Margir er til dæmis enskumælandi – þó fráleitt allir. Starfsfólk safnaðanna gerði þá vel í því að benda þessu fólki á þennan bænaflokk sem er að finna á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.

(Hallgrímur Pétursson, Passíusálmur 4.22).

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju