Glæsileg samstöðumessa

27. mars 2022

Glæsileg samstöðumessa

Alexandra Chernyshova syngur við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur - mynd: hsh

Í morgun fóru fram nokkrar samstöðumessur með úkraínsku þjóðinni vegna innrásar rússneska hersins í landið fyrir um mánuði.

Það var margt um manninn í Fella- og Hólakirkju og auk þess sem messunni var streymt beint.

Tónlist skipaði öndvegi í messunni. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista, sálma og einnig þjóðsöng Úkraínu. Grímur Helgason lék á klarínett. Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, söng af sínum alkunna krafti og þokka. Þá sungu þær Lay Low og Alexandra Chernyshova.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónaði í messunni og prédikaði.

Fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, Kristín Ólafsdóttir, sagði frá hjálparstarfi í Úkraínu og sýndi myndir. Viðstöddum gafst tækifæri til að styðja Hjálparstarfið með fjárframlögum.

Segja má að umbúnaðurinn í þessari messu hafi verið óvenju glæsilegur. Tónlist í fremstu röð, góð fræðsla og uppbyggileg prédikun.

Í lokin var boðið upp á kaffihressingu.

hsh

 


Arnhildur Valgarðsdóttir stýrði söng og lék á flygilinn


Kristín Ólafsdóttir sagði frá hjálparstarfi í Úkraínu


Lay Low söng


Diddú söng líka og Grímur Helgason lék á klarínett


Alexandra Chernyshova söng

 söng
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónaði í samstöðumessunni


  • Hjálparstarf

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Söfnun

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

logo.jpg - mynd

Biskupsstofa lokuð í dag

08. sep. 2025
Lokað er vegna útfarar sr. Gylfa Jónssonar
Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður