Tónlist og kirkja

31. mars 2022

Tónlist og kirkja

Orgel Neskirkju mun hljóma á Degi kirkjutónlistarinnar - mynd: hsh

Laugardaginn 2. apríl verður mikið um að vera í Neskirkju á Degi kirkjutónlistarinnar. Dagskráin hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 15.00.

Engum ætti að leiðast sem leggur leið sína í Neskirkju þar sem dagskráin er afar fjölbreytileg, vönduð og spennandi.

Tónlistarstarf í kirkjunum er þó í öndvegi. Enda hvað er kirkjustarf án tónlistar?

Nokkrir valinkunnir einstaklingar sem allir hafa mikla reynslu af kirkjustarfi ræða um tónlistina í safnaðarstarfinu undir fyrirsögninni Veruleiki og draumsýn.

Nýir sálmar verða kynntir til sögunnar, og vakin verður athygli á Sálmahlaðvarpinu og á Sálmamaraþoni.

Þá verður fjallað um hina sígildu útvarpsmessu sem landsmenn hafa búið við svo áratugum skiptir, þróun hennar og framtíðarmöguleika sem og samstarf þjóðkirkjunnar við Ríkisútvarpið. Útvarpsmessan er svo sannarlega trúar- og menningararfur sem ber að standa traustan vörð um og hafa í heiðri. 

Stofnskrá Tónlistarsjóðs kirkjunnar og STEFs verður undirrituð formlega.

Í lokin mun biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, afhenda Herði Áskelssyni heiðursviðurkenningu í kirkjutónlist. Fleiri viðurkenningar verða einnig veittar eins og fyrir tónsköpun, texta, nótnagjafir og hljómplötur til kirkjutónlistarbókasafns.

Þau sem hafa veg og vanda af undirbúningi þessarar vönduðu og mjög svo áhugaverðu dagskrár eru Bjartur Logi Guðnason, organisti, Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti, sr. Skúli Sigurður Ólafssonu, sóknarprestur, og Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

hsh

 

Dagskráin í heild sinni - skjáskot:

   

  • List og kirkja

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall