Presta- og djáknastefna

19. apríl 2022

Presta- og djáknastefna

Presta- og djáknastefna í Neskirkju 2018 - mynd: FLICKR/Þjóðkirkjan

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur boðað til presta- og djáknastefnu dagana 26. apríl til 28. apríl á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.

Þetta verður í fyrsta skipti í tvö ár sem öll presta- og djáknastéttin hittist á fundi. Í fyrra var presta- og djáknastefna með því sniði að að biskup fundaði með prestum og djáknum í hverju og einu prófastsdæmi út af fyrir sig. Hluti af stefnunni var rafrænn fundur þar sem fjallað var um skírnina. Segja má að það hafi verið sögulegur viðburður í fyrra þegar presta- og djáknastefnan var sett með rafrænum hætti þann 31. september.

Árið 2020 var engin presta- og djáknastefna haldin.

En nú er sem sé komið að því að sígild presta- og djáknastefna verði haldin. Það er fagnaðarefni. 

Dagskrá presta- og djáknastefnu 26. apríl – 28. apríl 2022. Umfjöllunarefni: Handbókin og sjálfsmynd hins vígða þjóns: „hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess?“ (Sálm. 8.5.)

Þriðjudagur 26. apríl

Kl. 17.30 Helgistund í Hvammstangakirkju Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, víglsubiskup á Hólum, flytur hugleiðingu.
Kl. 18.00 Biskup Íslands, sr. Agnes M Sigurðardóttir, setur stefnuna í Hvammstangakirkju
Kl. 19.00 Móttaka í Félagsheimilinu í boði Húnaþings vestra

Miðvikudagur 27. apríl
Kl. 8.00 Morgunmatur
Kl. 9:00 Morgunbæn Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir
Kl. 9.30 Biblíulestur Sr. Sveinn Valgeirsson
Kl. 10.00 Kynning á nýrri handbók á vegum handbókarnefndar og umræður
Kl. 12.00 Hádegismatur
Kl. 13.00 Hópavinna um handbókina
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.30 Fyrirlestur um sjálfsmynd og mörk Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, flytur
Kl. 18.00 Kvöldbæn í umsjón sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups í Skálholti
Kl. 19.00 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka Veislustjóri sr. Magnús Magnússon

Fimmtudagur 28. apríl

Kl. 8.00 Morgunmatur
Kl. 9.00 Morgunbæn Sr. Bryndís Valbjarnardóttir
Kl. 9.30 Kynning á skjalavörslu. Skjalaverðirnir Heiðar Lind Hansson og Njörður Sigurðsson sjá um kynninguna 
Kl. 10.15 Períkópur bornar upp til samþykktar
Kl. 11.00 Önnur mál
Kl. 12.00 Hádegismatur
Kl. 12.45 Önnur mál frh.
Kl. 14.00 Slit prestastefnunnar í Melstaðarkirkju. Sr. Guðni Þór Ólafsson prédikar.

Handbókarnefnd:
Sr. Kristján Valur Ingólfsson formaður
Sr. Aldís Rut Gísladóttir
Sr. Daníel Ágúst Gautason
Sr. Elínborg Sturludóttir
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir
Sr. Þorgeir Arason

Miðnefnd:
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir
Sr. Kjartan Jónsson
Sr. Axel Árnason Njarðvík


hsh


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju