Bænagangan

20. apríl 2022

Bænagangan

Mynd úr bænagöngu árið 2019 - mynd: Lindin

Í bænagöngu er sameinuð bæn, trú og útivist.

Sumardaginn fyrsta, 21. apríl, verða farnar bænagöngur víða á landinu. 

Bænaganga hefur verið gengin í um tuttugu ár og hefur þátttaka verið góð. Meðalaldur göngumanna er um fimmtugt. Karlar og konur úr ýmsum trúfélögum eins og þjóðkirkjunni, Hvítasunnukirkjunni; samtökum á borð við Samtök íslenskra kristniboða og KFUK, koma saman og ganga ákveðna leið, nema staðar á nokkrum stöðum á leiðinni og biðjast fyrir, lesa upp úr Biblíunni.

Í hvert skipti er ákveðið bænastef í yfirskrift göngunnar og í ár er það að biðja fyrir landi og þjóð.

Þetta er fyrsta gangan í tvö ár en það var auðvitað kórónuveiran sem kom í veg fyrir að hægt væri að ganga. Sannast sagna er mikill hugur í göngufólki eftir að hafa verið kyrrsett í tvö ár. 

Bænagöngurnar eru nokkrar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Í lok bænagöngunnar á höfuðborgarsvæðinu hittist göngufólkið í höfuðstöðvum Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut og borðar þar súpu.

Kirkjan.is rædd stuttlega við Björn H. Magnússon sem hefur tekið þátt í bænagöngunni í átján ár og komið að skipulagi hennar ásamt öðrum. Hann er ekki alveg ókunnur kristilegu starfi því að hann var einn af stofnendum Ungs fólks með hlutverk á sínum tíma en samtökin höfðu bækistöðvar sínar í Grensáskirkju.

„Ég bjó fyrir austan í ein tuttugu ár og þegar ég kom í bæinn 2005 þá fór ég leita að kristilegur samfélagi,“ segir Björn „Í Digraneskirkju í Kópavogi var sr. Magnús Björn Björnsson starfandi prestur og ég hafði kynnst honum fyrir austan, á Seyðisfirði en þar var hann sóknarprestur í átta ár.“ Björn sótti helgihald þangað og situr nú í sóknarnefnd Digraneskirkju.

Og hvað er gengið langt?

„Við miðum svona við tvo og hálfan kílómetra,“ segir Björn, „hver ganga er um tveir tímar í mesta lagi.“

Björn er í þeim gönguhópi sem byrjar í Elliðaárvogi og endar í Gufunesi.

Kortið sýnir gönguleiðirnar og hér má finna nákvæmari upplýsingar um göngurnar á höfuðborgarsvæðinu og hér á landsbyggðinni.

Veðurspá fyrir sumardaginn fyrsta sem er á morgun er víðast hvar nokkuð góð um land allt, hiti á bilinu 8°C-11°C. 

hsh

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls