Þau sóttu um

21. apríl 2022

Þau sóttu um

Presturinn mun hafa skrifstofuaðstöðu í Fella-og Hólakirkju og bera m.a. ábyrgð á barna– og æskulýðsstarfi í prestakallinu - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Breiðholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 13. apríl.

Alls sóttu fimm um og einn umsækjandi óskaði nafnleyndar:

Hilmir Kolbeins, mag. theol.
Hjördís Perla Rafnsdóttir, mag. theol.
Laufey Brá Jónsdóttir, mag. theol.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. ágúst næstkomandi.

Breiðholtsprestakall
Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknir, Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld. Sóknirnar eru tvær, hvor með sína sóknarkirkju.

Lögð er sérstök áhersla á að byggja upp barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu. Mun erindisbréf fyrir starfið kveða á um sérstakar skyldur prests þar að lútandi. Allir þrír prestar prestakallsins þjóna prestakallinu í heild sinni, en skipta verkefnum á milli sín eins og við á. Prestarnir eru í miklu samstarfi og starfið er mjög fjölbreytt.

Tveir prestar hafa aðstöðu í Fella- og Hólakirkju og einn í Breiðholtskirkju. Ráðið er í stöðu prests sem mun hafa skrifstofuaðstöðu í Fella-og Hólakirkju og bera ábyrgð á barna– og æskulýðsstarfi í prestakallinu. Vegna fjölda innflytjenda í Breiðholti er mikilvægt að presturinn hafi reynslu af starfi með innflytjendum, einkum á meðal barna-og unglinga og hafi áhuga á að efla það í prestakallinu.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Starf

  • Biskup

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall