Kjör vígslubiskups á Hólum

22. apríl 2022

Kjör vígslubiskups á Hólum

Hóladómkirkja - heima á Hólum er biskupssetur - mynd: hsh

Samkvæmt þjóðkirkjulögum er Ísland eitt biskupsdæmi. Í starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði segir að umdæmi vígslubiskupa séu tvö, Skálholtsumdæmi og Hólaumdæmi.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur fengið lausn frá embætti vígslubiskups á Hólum frá 1. september 2022.

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að tilnefning og kjör nýs vígslubiskups í Hólaumdæmi verði með eftirfarandi hætti:

Dagsetningar kjörs:
Kl. 12 á hádegi 23. júní til kl. 12 á hádegi 28. júní.

Dagsetningar tilnefningar:
Kl. 12 á hádegi 19. maí til kl. 12 á hádegi 24. maí.


Kjörskrá þarf að vera tilbúin tveimur vikum áður en tilnefning hefst.

Á næstu dögum verður kallað eftir að sóknarnefnd eða sóknarnefndir velji allt að 7 kjörfulltrúa úr hverju prestakalli í Hólaumdæmi.

hsh

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju