Organista vantar

22. apríl 2022

Organista vantar

Orgelpípur - mynd: hsh

Organistar eru lykilfólk í öllu kirkjustarfi og halda utan um flest allt er snýst um tónlist í kirkjunum. Kirkjan væri snöggtum fátækari ef ekkert tónlistarfólk væri þar að störfum. Kirkjukórarnir eru til dæmis mikilvægur þáttur í öllu kirkjustarfi og þau skipta þúsundum sem taka þátt í þeim.

Nú auglýsir Tjarnaprestakall eftir organista.

Organisti óskast 
Tjarnaprestakall auglýsir eftir organista til starfa við söfnuði prestakallsins, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Starfshlutfall er 100%. Í sóknunum er fjölbreytt safnaðarstarf og helgihald.

Hæfniskröfur:
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærilegi stofnun, hefur reynslu af kirkjustarfi, sýnir frumkvæði og hefur hugsjón fyrir nýsköpun helgihalds auk hefðbundinnar kirkjutónlistar. Góð hæfni í mannlegum samskiptum eru mikilvægir eiginleikar.

Starfsskyldur eru m.a.:
• Stjórnun tónlistarstarfs sóknanna og hljóðfæraleikur við hefðbundið helgihald í sóknunum.
• Stjórnun kirkjukórs og barnakórs Ástjarnarsóknar og kirkjukórs Kálfatjarnarsóknar.
• Stuðningur við annað starf, m.a. barnastarf, æskulýðsstarf, fermingarstarf og starf eldri borgara ef þurfa þykir.
• Nýsköpun í tónlistarstarfi

Umsækjandi þarf að búa yfir skipulagshæfni og hafa reynslu af kórstjórn. Hann þarf að vera virkur í daglegu starfi safnaðanna og taka þátt í teymis vinnu.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO (Félags íslenskra organista).

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2022.

Umsókn ásamt afritum prófskírteina, ferilskrá skal skila eigi síðar en 22. maí 2022. Frekari upplýsingar um starfið veita Kjartan Jónsson, sóknarprestur (kjartan.jonsson@kirkjan.is) og Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur (arnor@astjarnarkirkja.is).

Umsóknir sendist á póstfangið: kjartan.jonsson@kirkjan.is 

hsh


  • Frétt

  • Skipulag

  • Starfsumsókn

  • Tónlist

  • Auglýsing

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní