Aukakirkjuþing

23. apríl 2022

Aukakirkjuþing

Ræðustóll kirkjuþings í Katrínartúni 4 - aukakirkjuþingið 2022 verður haldið í gegnum fjarfundabúnað og því hætt við að enginn stigi í þennan ræðustól - mynd: hsh

Ekki er langt síðan að kirkjuþingi var slitið og búist við að það þyrfti ekki að koma aftur saman. Kosningar standa fyrir dyrum til nýs kirkjuþings.

En allt er breytingum undirorpið.

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hefur boðað til aukakirkjuþings 2022 fimmtudaginn 28. apríl nk. Þingið verður haldið í gegnum fjarfundabúnað.

Kirkjuþingi verður því slitið á sama degi og það er sett. 

Á dagskrá aukakirkjuþingsins er aðeins eitt þingmál:

1. mál
Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Frestun gildistöku sameiningar Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakalla í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi í eitt prestakall, Húnavatnsprestakall. Málið er flutt af forsætisnefnd.

Kirkjuþing 2021 – 2022 samþykkti ofangreinda sameiningu á fundi sínum 28. mars sl. og öðlast hún gildi 1. maí 2022. Við afgreiðslu málsins komu fram tvö nefndarálit, álit meirihluta og álit minnihluta

Tilefni þessa er erindi formanna sóknarnefnda Blönduóss-, Hvammstanga-, Höfða- og Þingeyrasókna, dags. 5. apríl 2022 til forseta kirkjuþings, forsætisnefndar þingsins og biskups Íslands.

Að höfðu samráði við biskup Íslands hefur forsætisnefnd ákveðið að leggja til að sameiningin öðlist gildi 1. janúar 2023 þannig að tími gefist til að bregðast við erindinu. Þingmálið verður birt á opnum vef kirkjuþings eins fljótt og auðið er.

hsh


  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall