Sótt um

25. apríl 2022

Sótt um

Norðfjarðarkirkja - nýr prestur hefur sérstakar skyldur við Norðfjarðarsókn og Eskifjarðarsókn - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 13. apríl.

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Tvær umsóknir bárust og var önnur þeirra metin ógild. 

Gild umsókn
Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol.
Austfjarðaprestakall
Austfjarðaprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri. Það var til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls. Prestakallið nær yfir stórt svæði og m.a. tvö sveitafélög.

Í Austfjarðaprestakalli eru ellefu sóknir, allar með sóknarkirkju – sóknirnar eru: Hofssókn í Álftafirði, Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Heydalasókn, Stöðvarfjarðarsókn, Fáskrúðsfjarðarsókn /Kolfreyjustaðasókn, Reyðarfjarðarsókn, Eskifjarðarsókn, Eskifjarðarsókn, Norðfjarðarsókn, og Brekkusókn.

Prestar prestakallsins eru í miklu samstarfi og þjóna öllu prestakallinu, en samstarfssamningur kveður nánar á um skiptingu verkefna og hver prestur er tengiliður við ákveðnar sóknarnefndir. Nýr prestur hefur sérstakar skyldur við Norðfjarðarsókn og Eskifjarðarsókn auk fjölmargra annarra verkefna í prestakallinu.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.
Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall.

Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju