Tækifæri tónlistarinnar

4. maí 2022

Tækifæri tónlistarinnar

Orgelpípur - orgelið er hljóðfæri kirkjunnar - mynd: hsh

Stofnskrá Tónlistarsjóðs kirkjunnar og STEFs var formlega undirrituð í Neskirkju 2. apríl  s.l.

Nú hefur sjóðurinn auglýst eftir umsóknum um styrki en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti laugardaginn 28. maí næstkomandi. Umsóknum skal skilað á netfangið: tonlistarsjodur@kirkjan.is.

Engu sérstöku umsóknarblaði er fyrir að fara heldur skulu eftirfarandi atriði koma fram í umsókninni: Nafn, kennitala, heimilsfang, netfang og stutt ferilskrá umsækjanda. Skýr og greinargóð lýsing á verkefninu ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun og styrktarupphæð sem óskað er eftir.

Úthlutun styrkja fer fram í júnímánuði.

Markmið sjóðsins koma fram í 3. gr. stofnskrár hans:

Markmið sjóðsins er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist. Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins. Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar.

Í stjórn sjóðsins sitja: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og er hún formaður, Hilmar Örn Agnarsson, fulltrúi Stefs, og sr. Davíð Þór jónsson, fulltrúi biskups.

hsh

 

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Umsókn

  • Frétt

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

01. júl. 2024
...hjá nýjum biskupi Íslands
For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið