Tækifæri tónlistarinnar

4. maí 2022

Tækifæri tónlistarinnar

Orgelpípur - orgelið er hljóðfæri kirkjunnar - mynd: hsh

Stofnskrá Tónlistarsjóðs kirkjunnar og STEFs var formlega undirrituð í Neskirkju 2. apríl  s.l.

Nú hefur sjóðurinn auglýst eftir umsóknum um styrki en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti laugardaginn 28. maí næstkomandi. Umsóknum skal skilað á netfangið: tonlistarsjodur@kirkjan.is.

Engu sérstöku umsóknarblaði er fyrir að fara heldur skulu eftirfarandi atriði koma fram í umsókninni: Nafn, kennitala, heimilsfang, netfang og stutt ferilskrá umsækjanda. Skýr og greinargóð lýsing á verkefninu ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun og styrktarupphæð sem óskað er eftir.

Úthlutun styrkja fer fram í júnímánuði.

Markmið sjóðsins koma fram í 3. gr. stofnskrár hans:

Markmið sjóðsins er að efla kirkjulega tónlist og textagerð við slíka tónlist. Í því skyni styrkir sjóðurinn frumsköpun tónlistar og texta, útsetningar, útgáfu og önnur þau verkefni sem samræmast tilgangi sjóðsins. Þá er heimilt að veita styrki úr sjóðnum í viðurkenningarskyni fyrir störf á sviði kirkjutónlistar.

Í stjórn sjóðsins sitja: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og er hún formaður, Hilmar Örn Agnarsson, fulltrúi Stefs, og sr. Davíð Þór jónsson, fulltrúi biskups.

hsh

 

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Umsókn

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju