Nýr formaður

11. maí 2022

Nýr formaður

Sr. Arnaldur A. Bárðarson, nýr formaður Prestafélags Íslands

Í gær var haldinn aðalfundur Prestafélags Íslands  í Lindakirkju í Kópavogi. Fjöldi presta sótti fundinn og honum var einnig streymt.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerði lét af formennsku eftir fjögur ár. Á þeim tíma hafa miklar breytingar orðið á stöðu kirkjunnar í landinu og einnig á stöðu presta sem ekki eru lengur ríkisstarfsmenn. Prestafélagið er nú stéttarfélag sem semur um kaup og kjör á vinnumarkaði og gætir hagsmuna félagsmanna.

Nýr formaður var kjörinn á aðalfundinum og var það sr. Arnaldur A. Bárðarson prestur í Árborgarprestakalli.

Nýi formaðurinn
Sr. Arnaldur er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann vígðist til Raufarhafnar árið 1996, þjónaði á Hálsi í Fnjóskadal og Glerárkirkju á Akureyri um árabil. Þá var hann prestur í norsku kirkjunni í tæp átta ár. Frá 2018 hefur hann þjónað í Suðurprófastsdæmi, einkum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sú breyting varð að formennska í Prestafélagi Ísalands er nú hlutastarf. Samhliða formennsku þjónar sr. Arnaldur söfnuðum í Árborg.

hsh

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju