Nýr formaður

11. maí 2022

Nýr formaður

Sr. Arnaldur A. Bárðarson, nýr formaður Prestafélags Íslands

Í gær var haldinn aðalfundur Prestafélags Íslands  í Lindakirkju í Kópavogi. Fjöldi presta sótti fundinn og honum var einnig streymt.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir sóknarprestur í Hveragerði lét af formennsku eftir fjögur ár. Á þeim tíma hafa miklar breytingar orðið á stöðu kirkjunnar í landinu og einnig á stöðu presta sem ekki eru lengur ríkisstarfsmenn. Prestafélagið er nú stéttarfélag sem semur um kaup og kjör á vinnumarkaði og gætir hagsmuna félagsmanna.

Nýr formaður var kjörinn á aðalfundinum og var það sr. Arnaldur A. Bárðarson prestur í Árborgarprestakalli.

Nýi formaðurinn
Sr. Arnaldur er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann vígðist til Raufarhafnar árið 1996, þjónaði á Hálsi í Fnjóskadal og Glerárkirkju á Akureyri um árabil. Þá var hann prestur í norsku kirkjunni í tæp átta ár. Frá 2018 hefur hann þjónað í Suðurprófastsdæmi, einkum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sú breyting varð að formennska í Prestafélagi Ísalands er nú hlutastarf. Samhliða formennsku þjónar sr. Arnaldur söfnuðum í Árborg.

hsh

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju