Safnaðarferðir

16. maí 2022

Safnaðarferðir

Að sjálfsögðu var farið í kapelluna í Vatnaskógi, frá vinstri: sr. Magnús Björn og Ársæll - mynd: Vigdís V. Pálsdóttir

Á vorin hafa margir söfnuðir þann sið að fara í safnaðarferðir. Bæði eru það almennar ferðir fyrir alla og svo sérstakar ferðir fyrir eldri borgara. Þetta eru dagsferðir og eru vel sóttar. Farið er á ýmsa staði og notið leiðsagnar kunnugra um þá.

Kórónuveiran sló á þessar ferðir eins og svo margt annað. En nú er sá tími liðinn og fólk getur um frjálst höfuð strokið. Og lagst í ferðalög!

Safnaðarfólk í Breiðholtssókn fór um síðustu helgi í ferð á hinn fræga og kunna stað, Vatnaskóg. Sú hefð hefur orðið til að fólk úr Alþjóðlega söfnuðinum er einnig með í för. Lögð hefur verið áhersla á að barnafjölskyldur taki þátt í safnaðarferðinni.

Sr. Magnús B. Björnsson sá um ferðina og fararstjórn og túlkaði yfir á ensku. Prestar Alþjóðlega safnaðarins, þau sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, voru með í ferðinni sínu fólki til halds og trausts.

Þegar í Vatnaskóg var komið tók Ársæll Aðalbergsson og starfsfólk eldhússins á móti fólki. Farið var um staðinn og sagði Ársæll frá honum og sögu hans.

Margt er að sjá í Vatnaskógi en þar hefur uppbygging verið mikil á síðustu áratugum. Þar eru reknar einar glæsilegustu sumarbúðir landsins. Starfið í Vatnaskógi nýtur mikilla vinsælda og eftirsókn í sumarbúðirnar er gríðarleg.

Hópurinn var heppinn með veður og afar ánægður með ferðina og allan viðurgjörning. Börnin voru sérstaklega ánægð en þau fengu að prófa ýmis leiktæki sem eru í Vatnaskógi. Hoppukastalinn hinn vinsæli var auðvitað á sínum stað.

„Rigningin kom þegar við nálguðumst bæinn,“ sagði Vigdís V. Pálsdóttir hress í bragði við tíðindamann kirkjunnar.is.

Um fimmtíu manns tóku þátt í ferðinni.

hsh


Bátarnir í Vatnaskógi eru mjög vinsælir 


Veitingar í Vatnaskógi eru ætíð heimilislegar og góðar


Hoppukastalinn heillar börn og fullorðna


  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju