Kirkja og fangelsismál

18. maí 2022

Kirkja og fangelsismál

Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson - mynd: stjr

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur ákveðið að veita Þjóðkirkjunni/ Biskupsstofu styrk til eins árs til þess að kortleggja og meta þörf fyrir þjónustu við fjölskyldur fanga. Verður fjölskylduráðgjafi ráðinn til verksins.

„Í starfi mínu hef ég orðið vör við brotalöm í kerfinu þegar kemur að þjónustu við fjölskyldur fanga,“ segir sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, fangaprestur þjóðkirkjunnar. „Í sumum tilfellum fer handtaka fram inni á heimili, að viðstöddum fjölskyldu meðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja ráðvilltir aðstandendur.“

Sr. Sigrún segir að kvartað hafi verið yfir því að þessum hópi sé ekki sinnt. Stundum sé leitað til fangaprests vegna mála af þessum toga en það sé ljóst að snúið sé að sinna aðstandendum sem jafnvel hefur verið brotið á og vera á sama tíma í þjónustu við fanga.

Sr. Sigrún fundaði með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um málið og þessi var niðurstaðan sem að ofan greinir. Sr. Sigrún var að vonum ánægð með fundinn og niðurstöðu hans. Fram kom að ríkið hefði skyldum að gegna við þennan hóp sem svo væri háttað um.

„Fjölskyldur fanga er brothættur hópur og oft mjög falinn,“ segir sr. Sigrún en hún bindur vonir við að takast megi að grípa til aðgerða sem geta komið til móts við þennan hóp.

Þessi þjónusta verður kynnt nánar síðar og boðið upp á viðtöl og faglega aðstoð. Hún verður öllum aðgengileg og tekur mið af fjölbreytileika samfélagsins. Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar býður upp á aðstöðu og faglegan stuðning við verkefnið. 

Sjá einnig vef Stjórnarráðsins.


hsh

 


  • Nýjung

  • Samfélag

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði