Tilnefning til vígslubiskups á Hólum

19. maí 2022

Tilnefning til vígslubiskups á Hólum

Hóladómkirkja - ágúst 2019 - mynd hsh

Svo sem kunnugt er upplýsti sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, að hún myndi láta af störfum 1. september nk.

Nú er farið af stað tilnefningarferli samkvæmt starfsreglum nr. 9/2021-2022 um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Tilnefning hefst kl. 12.00 á hádegi í dag og lýkur á hádegi 24. maí nk. Ferlið stendur yfir i fimm sólarhringa.

Frestur til að gera athugasemdir við kjörskrána er liðinn en það þarf að gerast fimm sólarhringum áður en tilnefningar hefjast.

Tilnefningin skal vera rafræn og vera lokið a.m.k. fjórum vikum áður en kosning vígslubiskups hefst.

Hverjir hafa rétt til að tilnefna?

Í áðurnefndum starfsreglum kemur fram hverjir hafa rétt til að tilnefna vígslubiskupsefni:

Úr 11. gr. um tilnefningu vígslubiskups: Hver vígður maður sem kosningarréttar nýtur skv. 5. gr. hefur rétt á að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla skilyrði 1. gr. til kjörs vígslubiskups.
Í 14. gr. starfsreglnanna um tilnefningu segir þetta í loka málsgrein:

Á vefsvæði þjóðkirkjunnar skal svo fljótt sem verða má, eftir að niðurstaða tilnefninga er ljós, tilkynna um þá sem verða í kjöri auk þeirra tveggja sem næstir komu að tilnefningu.

Tilnefna til embættis vígslubiskups að Hólum.

hsh

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju