Organisti óskast

21. maí 2022

Organisti óskast

Orgel Guðríðarkirkju er íslensk gæðasmíð úr smiðju Björgvns Tómassonar - mynd: Guðríðarkirkja

Organistum er falin tónlistarstjórn safnaða og gegna afar mikilvægu hlutverki í kirkjustarfi. Starf þeirra er fjölbreytilegt og gefandi. Hver söfnuður nýtur tónlistarinnar og hún miðlar trúararfinum.

Sóknarnefnd Grafarholtssóknar auglýsir lausa tímabundna stöðu organista við Guðríðarkirkju. Þetta er afleysingarstaða og fullt starf, frá 15. ágúst nk. til 15. ágúst 2023:

Grafarholtssöfnuður er rúmlega 8100 manna söfnuður og nær yfir Grafarholt, Reynisvatnsás og Úlfarsárdal.

Í Guðríðarkirkju er fjölbreytt safnaðarstarf og messað hvern helgan dag. Við kirkjuna munu starfa tveir prestar ásamt kirkjuverði og sjálfboðaliðum. Starfsaðstaða organista er í kirkjunni og þar er nýtt og glæsilegt orgel auk flygils.

Kór Guðríðarkirkju telur um 20 konur en auk þess hefur verið starfræktur barnakór við kirkjuna og fyrirhugað að halda því áfram.

Helstu starfsskyldur organista
Leiða og stýra tónlistarstarfi kirkjunnar. Leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi á vegum kirkjunnar. Stýra og hafa umsjón með kór kirkjunnar og barnakór, æfa þá og stjórna. Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við safnaðarstarf í samstarfi við sóknarprest og starfsfólk kirkjunnar.

Hæfniskröfur
Óskað er kirkjutónlistarmenntunar frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru sambærilegu námi. Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er nauðsynleg. Góð reynsla af kórstjórn, listfengi, hugmyndaauðgi, vilji og geta til samstarfs. Stundvísi og skipulagshæfni er óskað auk sjálfstæðra vinnubragða.

Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.

Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.

Nánari upplýsingar gefa sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur í s. 771-4388 og á netfanginu leifur.ra@kirkjan.is, og Níels Árni Lund formaður sóknarnefndar í s. 893-5052 og á netfanginu lund@simnet.is. Umsóknum skal skilað á leifur.ra@kirkjan.is.“

Auglýsing/hsh

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Umsókn

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju