Prestsstarf í Seljaprestakalli

24. maí 2022

Prestsstarf í Seljaprestakalli

Í Seljakirkju - mynd: hsh

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Sjá auglýsingu um starfið í heild sinni hér  sem og þarfagreiningu.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf nr. 4/2021 og starfsreglna um presta nr. 1110/2011.

Seljaprestakall
Seljaprestakall var stofnað hinn 15. júní 1980 og nær yfir þær götur sem enda á -sel og -skógar í Breiðholti. Tveir prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og prestur sem báðir hafa aðsetur í Seljakirkju. Íbúafjöldi prestakallsins er 8867, þar af eru 4935 í Þjóðkirkjunni. Lögð er sérstök áhersla á að hlutverk nýs prests er m.a. að viðhalda og styrkja barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu í samstarfi við æskulýðsstarfsmenn og leita nýrra leiða til að efla kirkjustarfið. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.
Í Seljasókn fer fram fjölbreytt helgihald og lifandi safnaðarstarf. Þar ber helst að nefna barnaguðsþjónustur á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina og guðsþjónustur hvern helgan dag árið um kring. Skipulagt starf fyrir 6-12 ára börn sem og unglingastarf, bænastundir, eldri borgarastarf, kvenfélag og kórastarf. Í prestakallinu eru tvö hjúkrunarheimili, Seljahlíð og Skógarbær. Þar sinna prestarnir reglulegu helgihaldi og sálgæslu auk þess sem þeir annast vikulegar helgistundir í félagsstarfi eldri borgara í Árskógum. Við Seljakirkju eru starfandi kirkjuvörður og organisti í fullu starfi auk presta. Þá eru nokkrir starfsmenn í hlutastörfum við barna- og æskulýðsstarf. Auk þessa koma margir sjálfboðaliðar að starfi kirkjunnar. Í Seljasókn eru tveir grunnskólar, Seljaskóli og Ölduselsskóli og fjórir leikskólar.
Umfang prestsþjónustunnar, starfsaðstaða o.fl.
Báðir prestar prestakallsins þjóna prestakallinu í heild sinni, sinna öllum almennum prestsverkum og skipta verkefnum á milli sín eftir nánara skipulagi. Prestarnir eru í miklu samstarfi og starfið er mjög fjölbreytt. Ráðið er í stöðu prests sem mun hafa skrifstofuaðstöðu í Seljakirkju og bera sérstaka ábyrgð á barna– og æskulýðsstarfi í prestakallinu í samráði við sóknarprest, starfsmenn og sóknarnefnd.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf. 

Til að umsækjandi teljist hæfur í starfið þarf viðkomandi að hafa lokið mag.theol/cand.theol prófi frá Háskóla Íslands ásamt starfsþjálfun hjá Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu.

Um starfið gilda lög um þjóðkirkjuna nr. 77/2021, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 13. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf. 

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 892-2901 eða á netfangið bryndis.malla.elidottir@kirkjan.is

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað varðar starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið jona@kirkjan.is eða ragnhilduras@kirkjan.is.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. júní 2022.

Sækja ber rafrænt um starfið á hér á vefnum og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti. Hér er að finna eyðublað þar sem umsækjendur geta óskað nafnleyndar. Verði farið fram á almennar prestskosningar er þó ekki hægt að halda nafnleynd.

hsh
  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Auglýsing

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju