Yfirlýsing frá biskupi Íslands

25. maí 2022

Yfirlýsing frá biskupi Íslands

Merki þjóðkirkjunnarBiskup Íslands hefur gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi.

Prestum þjóðkirkjunnar ber að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. Í ljósi þessa hefur biskup Ísland veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups.

Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda.
  • Frétt

  • Samfélag

  • Biskup

Framtíðar kirkjuleiðtogar

Leiklistarkennarinn lærði mikið af krökkunum

21. jan. 2025
...á Janúarnámskeiði ÆSKR
Seljakirkja í Breiðholti

Laust starf prests

21. jan. 2025
...við Seljaprestakall