25. maí 2022
Yfirlýsing frá biskupi Íslands

Prestum þjóðkirkjunnar ber að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. Í ljósi þessa hefur biskup Ísland veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups.
Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda.