Yfirlýsing frá biskupi Íslands

25. maí 2022

Yfirlýsing frá biskupi Íslands

Merki þjóðkirkjunnarBiskup Íslands hefur gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi.

Prestum þjóðkirkjunnar ber að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. Í ljósi þessa hefur biskup Ísland veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups.

Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda.
  • Frétt

  • Samfélag

  • Biskup

Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir

Andlát

18. feb. 2025
...sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir er látin
logo.png - mynd

Níu sækja um störf í tveimur prestaköllum

13. feb. 2025
…á höfuðborgarsvæðinu
Frá vígslu Ólafíustofu í Osló

Laust starf prests

04. feb. 2025
...við íslenska söfnuðinn í Noregi