Þau sóttu um

30. maí 2022

Þau sóttu um

Kirkjan á Borg á Mýrum - mynd: Sigurður Ægisson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til þjónustu í Borgarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 26. maí.

Alls sóttu fimm um og einn umsækjandi óskaði nafnleyndar:

Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Heiðrún Helga Back, mag. theol.
Sr. Kristján Arason

Fimmti umsækjandinn, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, hefur dregið umsókn sína til baka. 

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf 1. október nk.

Borgarprestakall
Borgarprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi og nær nú yfir fimm sóknir á Mýrum.

Prestakallið er í Borgarbyggð. Prestssetur er á Borg. Prestakallið nær yfir hluta Borgarhrepps, Borgarnes, Álftaneshrepp og hluta Hraunhrepps, sem nú tilheyra Borgarbyggð.

Í prestakallinu eru fimm sóknarkirkjur: Álftártungukirkja, Akrakirkja, Álftaneskirkja, Borgarkirkja og Borgarneskirkja.

Samkvæmt þjóðskrá 1. desember 2021 voru skráðir íbúar í Borgarprestakalli 2363 talsins. Þar af voru 1691 skráðir í Þjóðkirkjuna og 1352 gjaldendur (16 ára og eldri).

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh

  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju