Fræðslumálin taka kipp

3. júní 2022

Fræðslumálin taka kipp

Elín Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri fræðslusviðs á Biskupsstofu, - mynd: hsh

Elín Elísabet Jóhannsdóttir er komin til starfa sem verkefnastjóri fræðslusviðs á Biskupsstofu. Hún er fjölskyldu,- uppeldis- og menntunarfræðingur, og hefur áður starfað á fræðslusviði kirkjunnar. Jafnframt hefur hún ritað nokkrar barnabækur.

Fræðsluþing var haldið í umsjón Elínar Elísabetar á rafrænu formi þann 25. maí síðastliðinn. Magnea Sverrisdóttir, djákni, á fræðslu- og kærleiksþjónustusviði, kom einnig að undirbúningi þingsins. Þingið var sett af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, skrifstofu- og mannauðsstjóra Biskupsstofu.

„Til þess að sem flestir sæju sér fært að mæta var það haldið klukkan 10.00 og svo aftur klukkan 17. 00,“ segir Elín Elísabet. „Þingið var ágætlega sótt og sköpuðust líflegar umræður um fræðslustefnuna þar sem fundargestir lýstu ánægju sinni með hana í heild sinni en bentu jafnframt á ýmislegt sem betur mætti fara.“

Elín Elísabet segir að þær breytingatillögur verði teknar til skoðunar og textinn færður til betri vegar þar sem það á við. Hún segir að reglan sé sú að fræðslustefnuna skuli endurskoða á fjögurra ára fresti og boða til fræðsluþings að vori sem fjalla skuli um stefnuna áður hún verður lögð fyrir kirkjuþing að hausti.

„Síðasta fræðslustefna er frá árinu 2019 og er hún því að renna sitt skeið,“ segir Elín Elísabet. „Þessi fræðslustefna er ítarlegri en áður hefur verið og mun henni auk þess fylgja nákvæm aðgerðaráætlun og fjárhagsáætlun.“

Í nýrri fræðslustefnu segir meðal annars:
„Í fræðslu- og safnaðarstarfi Þjóðkirkjunnar er unnið samkvæmt evangelísk- lútherskri hefð.

Yfirskrift hennar að þessu sinni er Fjölskyldan, geðrækt og andleg uppbygging.

Með stefnu sinni vill Þjóðkirkjan mæta þjóðinni eftir mikla og langvarandi ágjöf af völdum heimsfaraldurs, stríðsátaka og loftlagsváar.

Því má segja að með nýrri fræðslustefnu mætist fræðslu- og safnaðarstarf og kærleiksþjónusta á miðri leið.

Áhersla er lögð á að allt fræðslu- og safnaðarstarf teljist til fyrsta stigs forvarna þegar kemur að geðheilsu og andlegri líðan fólks.

Trúarlíf og andleg velferð, kristin gildi, mannkostamenntun, heilbrigð samskipti og félagstengsl gegna hér lykilhlutverki.“

hsh

 


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju