Heiðrún Helga ráðin

11. júní 2022

Heiðrún Helga ráðin

Heðrún Helga Bjarnadóttir Back - mynd: Gunnhildur Lind

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til þjónustu í Borgarprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 26. maí sl. Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf hafið störf 1. október 2022.

Valnefnd kaus Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur Back, mag. theol., til starfans og hefur vígslubiskupinn á Hólum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, staðfest ráðningu hennar.

Nýi presturinn 
Heiðrún Helga er fædd árið 1982 og alin upp í Borgarnesi fram á unglingsár.

Hún lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri en fór í kjölfarið til Gvatemala í Mið-Ameríku þar sem hún sinnti sjálfboðastörfum. Hún lauk BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands, þar af tók hún eitt ár í skiptinámi við Durham háskóla á Englandi þar sem hún lagði stund á almenna trúarbragðafræði.

Heiðrún flutti til Kaupmannahafnar árið 2007 og lauk mastersgráðu í trúarlífsfélagsfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún lauk mag. theol prófi frá Háskóla Íslands í febrúar á þessu ári.

Lengst af hefur Heiðrún starfað með flóttafólki og innflytjendum, bæði í Sjanghæ og Kaupmannahöfn. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands árið 2018 og hefur frá því sinnt störfum meðhjálpara og kirkjuvarðar við Borgarneskirkju, auk þess sem hún hefur séð um barna- og æskulýðsstörf við söfnuðinn.

Um þessar mundir sinnir Heiðrún starfi verkefnastýru um móttöku flóttafólks frá Úkraínu á Bifröst.

Eiginmaður Heiðrúnar er Michael Back, tæknifræðingur hjá Steypustöðinni, og eiga þau tvö börn.

Borgarprestakall
Borgarprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi og nær nú yfir fimm sóknir á Mýrum. Prestakallið er í Borgarbyggð. Prestssetur er á Borg.

Prestakallið nær yfir hluta Borgarhrepps, Borgarnes, Álftaneshrepp og hluta Hraunhrepps, sem nú tilheyra Borgarbyggð. Í prestakallinu eru fimm sóknarkirkjur: Álftártungukirkja, Akrakirkja, Álftaneskirkja, Borgarkirkja og Borgarneskirkja.

Samkvæmt þjóðskrá 1. desember 2021 voru skráðir íbúar í Borgarprestakalli 2363 talsins. Þar af voru 1691 skráðir í Þjóðkirkjuna og 1352 gjaldendur (16 ára og eldri).

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

hsh

 


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Frétt

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju