Vígslubiskupskosning

12. júní 2022

Vígslubiskupskosning

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Nú stendur fyrir dyrum kosning til vígslubiskups á Hólum.

Tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk 24. maí síðastliðinn eins og kirkjan.is greindi frá hér. Alls voru 25 tilnefndir og nú liggur fyrir niðurstaða hverjir verða í kjöri.

Í starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa má lesa í 4. og 5. gr. hverjir hafa kosningarrétt. 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær:

Tilkynning frá kjörstjórn þjóðkirkjunnar

Niðurstaða tilnefninga vegna kosningar vígslubiskups á Hólum liggur nú fyrir.

Tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru eru í kjöri en það eru:

Sr. Gísli Gunnarsson
Sr. Þorgrímur Daníelsson


Þetta tilkynnist hér með.

Kosning fer fram 23. til 28. júní nk.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Ragnhildur Benediktsdóttir

hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall