Vígslubiskupskosning

12. júní 2022

Vígslubiskupskosning

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Nú stendur fyrir dyrum kosning til vígslubiskups á Hólum.

Tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk 24. maí síðastliðinn eins og kirkjan.is greindi frá hér. Alls voru 25 tilnefndir og nú liggur fyrir niðurstaða hverjir verða í kjöri.

Í starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa má lesa í 4. og 5. gr. hverjir hafa kosningarrétt. 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær:

Tilkynning frá kjörstjórn þjóðkirkjunnar

Niðurstaða tilnefninga vegna kosningar vígslubiskups á Hólum liggur nú fyrir.

Tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru eru í kjöri en það eru:

Sr. Gísli Gunnarsson
Sr. Þorgrímur Daníelsson


Þetta tilkynnist hér með.

Kosning fer fram 23. til 28. júní nk.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Ragnhildur Benediktsdóttir

hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju