Vígslubiskupskosning

12. júní 2022

Vígslubiskupskosning

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Nú stendur fyrir dyrum kosning til vígslubiskups á Hólum.

Tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk 24. maí síðastliðinn eins og kirkjan.is greindi frá hér. Alls voru 25 tilnefndir og nú liggur fyrir niðurstaða hverjir verða í kjöri.

Í starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa má lesa í 4. og 5. gr. hverjir hafa kosningarrétt. 

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í gær:

Tilkynning frá kjörstjórn þjóðkirkjunnar

Niðurstaða tilnefninga vegna kosningar vígslubiskups á Hólum liggur nú fyrir.

Tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru eru í kjöri en það eru:

Sr. Gísli Gunnarsson
Sr. Þorgrímur Daníelsson


Þetta tilkynnist hér með.

Kosning fer fram 23. til 28. júní nk.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Ragnhildur Benediktsdóttir

hsh

 

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Vígslubiskup

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði