Kosning hefst á morgun

22. júní 2022

Kosning hefst á morgun

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Kosning vígslubiskups er rafræn og mun hefjast á morgun, fimmtudaginn 23. júní kl. 12.00 á hádegi og standa til þriðjudagsins 28. júní kl. 12.00.

Á kjörskrá eru 739.

Niðurstaða tilnefninga lá fyrir 24. maí og eru tveir af þeim 25 sem tilnefnd voru í kjöri:

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, 
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Þorgrímur Danielsson, sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli, 
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Kynningu á sr. Gísla og sr. Þorgrími má lesa hér

Samkvæmt 16. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa skal talning atkvæða hefjast innan sólarhrings frá lokum kosningar. Áður en talning hefst skulu atkvæðin afkóðuð.

hsh


  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Vígslubiskup

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði