Prestsvígsla

26. júní 2022

Prestsvígsla

Frá vinstri, fremri röð: sr. Bryndís Böðvarsdóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Hjördís Perla Rafnsdóttir, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Aftari röð frá vinstri: sr. Sigurður Arnarson, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og sr. Sveinn Valgeirsson – mynd: hsh

Í gær fór fram prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígði mag. theol. Bryndísi Böðvarsdóttur til þjónustu í Austfjarðarprestakall í Austurlandsprófastsdæmi, og mag. theol. Hjördísi Perlu Rafnsdóttur til þjónustu á Landspítalanum, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Vígsluvottar voru sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, sr. Sigurður Arnarson, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson og sr. Sveinn Valgeirsson sem þjónaði fyrir altari. Prófasturinn í Austurlandsprófastsdæmi Sigríður Rún Tryggvadóttir, lýsti vígslu.

Dómkórinn söng og organisti var Kári Þormar.

Athöfnin var hátíðleg og falleg.

Nýju prestarnir

Bryndís Böðvarsdóttir
er fædd 1972 á Akureyri og uppalin þar. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1992 frá félagsvísinda- og uppeldisbraut.

Bryndís hefur starfað við verslunarstörf, barnagæslu og skrifstofustörf, þá lengst af innan ýmissa deilda Símans. Hún starfaði við fyrirtækjaþjónustu Símans þegar hún fann að tími væri kominn til að afla sér frekari menntunar. Þá kaus hún að stunda námið á lengri tíma samhliða vinnu.

Hún hóf fyrst djáknanám en skipti svo yfir í guðfræðinám og lauk BA-prófi árið 2011 og síðar mag. theol.- prófi frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands 2019. Starfsþjálfunarnámi lauk hún ári síðar. Eftir að prófum lauk hefur hún starfað sem kirkjuvörður og meðhjálpari við Lágafellssókn.

Bryndís á þrjú börn og tvö þeirra eru uppkomin.

Hjördís Perla Rafnsdóttir er fædd 1986 og uppalin í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hún tók BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands 2011 og BA-próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2017. Mag. theol.-prófi lauk hún frá Háskóla Íslands 2021.

Hún bjó í útlöndum í átta ár, 2011-2019, ásamt eiginmanni sínum, Kára Árnasyni, en hann starfaði sem atvinnumaður í fótbolta í Skotlandi, Englandi, Svíþjóð, Kýpur og á Tyrklandi.

Eiginmaður Hjördísar Perlu er viðskiptafræðingur og yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild Víkings. Þau eiga tvö börn.

hsh


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Vígsla

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði