28. júní 2022
Nýr vígslubiskup á Hólum
Sr. Gísli Gunnarsson í ræðustól kirkjuþings - mynd:hsh
Niðurstaða í vígslubiskupskosningu á Hólum liggur fyrir.
Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, var kjörinn vígslubiskup og fékk hann 316 atkvæði eða 62,36% atkvæða. Sr. Þorgrímur Gunnar Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, fékk 184 atkvæði eða 36,15%.
Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%. 9 tóku ekki afstöðu.
Kjörstjórn kirkjunnar hefur staðfest niðurstöðu kosninganna.
Nýi vígslubiskupinn
Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, er fæddur á Sauðárkróki 5. janúar 1957. Sonur sr. Gunnars Gíslasonar, prests, prófasts og alþingismanns í Glaumbæ og Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur húsfreyju og safnvarðar í Glaumbæ og eru þau bæði látin.
Sr. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977. Guðfræðipróf tók hann 1982 frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám við New College, The University of Edinburgh 1986, og við Háskólann í Árósum, Aarhus Universitet 2007-2008, auk ýmissa námskeiða bæði innanlands og erlendis. Lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu við endurmenntun H.Í., 2021.
Hann hefur verið sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli frá 1982. Sr. Gísli hefur einnig sinnt aukaþjónustu um lengri eða skemmri tíma í öllum prestaköllum í Skagafirði. Starfsmaður fræðsludeildar Þjóðkirkjunnar vegna fermingarstarfa veturna 1989-1991. Sumarið 2007 leysti hann þáverandi sendiráðsprest í Kaupmannahöfn af.
Sr. Gísli hefur gegnt formennsku í ýmsum félögum og nefndum á vegum kirkju, félagasamtaka og sveitarfélaga. Hann hefur setið á kirkjuþingi frá 2006 og var í kirkjuráði þjóðkirkjunnar 2010- 2018.
Eiginkona sr. Gísla er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, sjúkraliði og bóndi, frá Brúnahlíð í Suður-Þingeyjarsýslu.
Sr. Gísli og Þuríður eiga fjögur börn, Gunnar, Þorberg, Aldísi Rut og Margréti.
Sr. Gísli verður vígður á komandi Hólahátíð 14. ágúst.
Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, er fæddur á Sauðárkróki 5. janúar 1957. Sonur sr. Gunnars Gíslasonar, prests, prófasts og alþingismanns í Glaumbæ og Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur húsfreyju og safnvarðar í Glaumbæ og eru þau bæði látin.
Sr. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977. Guðfræðipróf tók hann 1982 frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám við New College, The University of Edinburgh 1986, og við Háskólann í Árósum, Aarhus Universitet 2007-2008, auk ýmissa námskeiða bæði innanlands og erlendis. Lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu við endurmenntun H.Í., 2021.
Hann hefur verið sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli frá 1982. Sr. Gísli hefur einnig sinnt aukaþjónustu um lengri eða skemmri tíma í öllum prestaköllum í Skagafirði. Starfsmaður fræðsludeildar Þjóðkirkjunnar vegna fermingarstarfa veturna 1989-1991. Sumarið 2007 leysti hann þáverandi sendiráðsprest í Kaupmannahöfn af.
Sr. Gísli hefur gegnt formennsku í ýmsum félögum og nefndum á vegum kirkju, félagasamtaka og sveitarfélaga. Hann hefur setið á kirkjuþingi frá 2006 og var í kirkjuráði þjóðkirkjunnar 2010- 2018.
Eiginkona sr. Gísla er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, sjúkraliði og bóndi, frá Brúnahlíð í Suður-Þingeyjarsýslu.
Sr. Gísli og Þuríður eiga fjögur börn, Gunnar, Þorberg, Aldísi Rut og Margréti.
Sr. Gísli verður vígður á komandi Hólahátíð 14. ágúst.
hsh
(Skjáskot)