Nýr vígslubiskup á Hólum

28. júní 2022

Nýr vígslubiskup á Hólum

Sr. Gísli Gunnarsson í ræðustól kirkjuþings - mynd:hsh

Niðurstaða í vígslubiskupskosningu á Hólum liggur fyrir.

Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, var kjörinn vígslubiskup og fékk hann 316 atkvæði eða 62,36% atkvæða. Sr. Þorgrímur Gunnar Daníelsson, sóknarprestur á Grenjaðarstað, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, fékk 184 atkvæði eða 36,15%.

Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%. 9 tóku ekki afstöðu.

Kjörstjórn kirkjunnar hefur staðfest niðurstöðu kosninganna.

Nýi vígslubiskupinn
Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, er fæddur á Sauðárkróki 5. janúar 1957. Sonur sr. Gunnars Gíslasonar, prests, prófasts og alþingismanns í Glaumbæ og Ragnheiðar Margrétar Ólafsdóttur húsfreyju og safnvarðar í Glaumbæ og eru þau bæði látin.

Sr. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977. Guðfræðipróf tók hann 1982 frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám við New College, The University of Edinburgh 1986, og við Háskólann í Árósum, Aarhus Universitet 2007-2008, auk ýmissa námskeiða bæði innanlands og erlendis. Lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu við endurmenntun H.Í., 2021.

Hann hefur verið sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli frá 1982. Sr. Gísli hefur einnig sinnt aukaþjónustu um lengri eða skemmri tíma í öllum prestaköllum í Skagafirði. Starfsmaður fræðsludeildar Þjóðkirkjunnar vegna fermingarstarfa veturna 1989-1991. Sumarið 2007 leysti hann þáverandi sendiráðsprest í Kaupmannahöfn af.

Sr. Gísli hefur gegnt formennsku í ýmsum félögum og nefndum á vegum kirkju, félagasamtaka og sveitarfélaga. Hann hefur setið á kirkjuþingi frá 2006 og var í kirkjuráði þjóðkirkjunnar 2010- 2018.

Eiginkona sr. Gísla er Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, sjúkraliði og bóndi, frá Brúnahlíð í Suður-Þingeyjarsýslu.

Sr. Gísli og Þuríður eiga fjögur börn, Gunnar, Þorberg, Aldísi Rut og Margréti.

Sr. Gísli verður vígður á komandi Hólahátíð  14. ágúst.

hsh

                                                                                                                                                                                    (Skjáskot)

  • Kirkjustarf

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Vígslubiskup

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði