Sr. Sigurður Már ráðinn

29. júní 2022

Sr. Sigurður Már ráðinn

Sr. Sigurður Már Hannesson - mynd: Jórunn Margrét Bernódusdóttir

Biskup Íslands  auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. 

Umsóknarfrestur rann út 7. júní síðastliðinn. 

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Valnefnd kaus sr. Sigurð Má Hannesson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans. 

Presturinn
Sigurður Már Hannesson er fæddur 1990 og uppalinn í Reykjavík.

Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2010, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en leiðin lá svo í guðfræðideildina.

Árið 2016 stundaði sr. Sigurður Már skiptinám Kaupmannahafnar þar sem hann nam guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Sr. Sigurður Már útskrifaðist með mag. theol.-próf frá Háskóla Íslands vorið 2020.

Hann var vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni í mars 2021. Jafnframt sinnti hann ýmsum verkefnum fyrir KFUM og KFUK.

Sr. Sigurður Már hefur starfað í sunnudagaskóla hjá Grensáskirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík ásamt því að hafa starfað sem æskulýðsfulltrúi í Ástjarnarkirkju. Samhliða starfi sínu hjá Kristilegu skólahreyfingunni sinnti hann afleysingum í Laugardalsprestakalli síðastliðið vor.

Eiginkona sr. Sigurðar Más er Heiðdís Haukdal Reynisdóttir, verkefnastjóri í rafrænum kennslumálum hjá Háskóla Íslands. Þau eiga eina dóttur.
Seljaprestakall
Seljaprestakall var stofnað hinn 15. júní 1980 og nær yfir þær götur sem enda á -sel og -skógar í Breiðholti. Tveir prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og prestur sem báðir hafa aðsetur í Seljakirkju. Íbúafjöldi prestakallsins er 8867, þar af eru 4935 í Þjóðkirkjunni.

Lögð er sérstök áhersla á að hlutverk nýs prests er m.a. að viðhalda og styrkja barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu í samstarfi við æskulýðsstarfsmenn og leita nýrra leiða til að efla kirkjustarfið. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Í Seljasókn fer fram fjölbreytt helgihald og lifandi safnaðarstarf. Þar ber helst að nefna barnaguðsþjónustur á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina og guðsþjónustur hvern helgan dag árið um kring. Skipulagt starf fyrir 6-12 ára börn sem og unglingastarf, bænastundir, eldri borgarastarf, kvenfélag og kórastarf.

Í prestakallinu eru tvö hjúkrunarheimili, Seljahlíð og Skógarbær. Þar sinna prestarnir reglulegu helgihaldi og sálgæslu auk þess sem þeir annast vikulegar helgistundir í félagsstarfi eldri borgara í Árskógum.

Við Seljakirkju eru starfandi kirkjuvörður og organisti í fullu starfi auk presta. Þá eru nokkrir starfsmenn í hlutastörfum við barna- og æskulýðsstarf. Auk þessa koma margir sjálfboðaliðar að starfi kirkjunnar. Í Seljasókn eru tveir grunnskólar, Seljaskóli og Ölduselsskóli og fjórir leikskólar.

hsh
  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði