Blómstrandi orgelsumar

30. júní 2022

Blómstrandi orgelsumar

Orgel Hallgrímskirkju er stærsta orgel landsins - mynd: hsh

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2022 hefst sunnudaginn 3. júlí kl. 17.00 og stendur til 21. ágúst í sumar.

Upphafstónleikar Orgelsumarsins verða á morgun, kl. 17.00. Þar koma fram Matthías Harðarson, orgelleikari og Charlotta Guðný Harðardóttir, píanóleikari sem flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain.

Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst.

Á Menningarnótt verður orgelmaraþon þar sem fjölmargir nemendur Björns Steinars Sólbergssonar, organista í Hallgrímskirkju, munu koma fram í kirkjunni.

Orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 21. ágúst.

hsh

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði