Vel heppnuð norræn kórahátíð

3. júlí 2022

Vel heppnuð norræn kórahátíð

Þátttakendur á NORDKLANG voru alls 370, frá öllum Norðurlöndum - mynd: Margrét Bóasdóttir

Norrænni kórahátíð sem kallast NORDKLANG lauk í gær en hún hefur staðið yfir undanfarna daga í Háskólanum í Reykjavík.

Lokatónleikar hátíðarinnar voru í Eldborgarsal Hörpu í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, og Eliza Reid, forsetafrú, ávörpuðu gesti í upphafi tónleikanna.

„Allir sem syngja saman vinna vel saman,“ sagði Margrét Bóasdóttir þegar kirkjan.is spurði hvernig mótið hefði gengið.

Nordklang er haldin þriðja hvert ár í einu Norðurlandanna. Þetta er í 18. skipti, en í fyrsta sinn sem Íslendingar hafa á hendi skipulagningu og fjármögnun þessa stóra verkefnis.

Það er Landssamband blandaðra kóra og Félag íslenskra kórstjóra sem standa saman að skipulagningu, og í tengslum við kórahátíðina var einnig haldin norræn ráðstefna kórstjóra í lok júní.

Þátttakendur voru alls 370, frá öllum Norðurlöndum og nú í fyrsta sinn voru þátttakendur frá Grænlandi - tveir kórar, og frá Færeyjum - einn kór.

Íslenskir kirkjukórasöngvarar, organistar, kórstjórar settu sterkan svip á hátíðina. Tveir kórar sungu á kórstjóraráðstefnunni, Dómkórinn og Kordía, kór Háteigskirkju. 

Kórsöngvarar unnu í hópum undir stjórn frægustu kórstjóra Norðurlandanna; einum frá hverju landi og tveimur frá Íslandi.

Kórarnir æfðu fjölbreytta tónlist - sjá heimasíðu hátíðarinnar - og einnig voru sungin saman létt og skemmtileg lög frá öllum löndunum í Morgunsöng.

Þær sem báru hitann og þungann allrar skipulagningar mótsins voru Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, formaður Félags íslenskra kórstjóra. Einnig Lenka Mateova, organisti í Kópavogskirkju, og kórsöngvarar úr kirkjukórum ásamt öðrum kórsöngvurum.

Feisbókarsíða mótsins

hsh


Margir stigu á svið og sungu af hjartans lyst


MultiKulti kórinn


Söngvarar frá Íslandi, Skotlandi og Írlandi. M’ANAM á ráðstefnu stjórnenda


Verðandi borgarstjóri þandi raddböndin með þessum


Á öllum aldri - söngur spyr ekki um aldur og fyrri störf


Gleði fylgir söngnum


Góð opnun 


Organisti og söngstjóri slær á létta strengi


NORDKLANG var haldið í Háskólanum í Reykjavík


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði