Kirkjulegt menningarstarf

4. júlí 2022

Kirkjulegt menningarstarf

Hallgrímskirkja í gær - Bente Colding-Jørgensen stjórnar nokkrum félögum úr Nordisk Koncertkor Nuuk - mynd: hsh

Það gerist ekki á hverjum degi að grænlenskur kór syngur á Íslandi.

En svo gerðist í gær. Grænlenski kórinn, Nordisk Koncertkor Nuuk, söng við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju. Þetta var gestakór en annars leiddu félagar úr Kór Hallgrímskirkju almennan safnaðarsöng. Stjórnandi grænlenska kórsins var Bente Colding-Jørgensen. Björn Steinar Sólbergsson var við orgelið. Prestur var sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.

Bente Colding sagði tíðindamanni kirkjunnar.is að hún hefði búið á Grænlandi og svo væri um öll þau er í kórnum væru. Kórinn syngur iðulega við kirkjuna í Nuuk, Kirkju frelsara vors. Hún er dómkirkja Grænlands.

Grænlenski kórinn var staddur hér á landi í tengslum við NORDKLANG og var þetta í fyrsta skipti sem grænlenskur kór – reyndar tveir – sækir norrænu kórahátíðina. Kórinn syngur fjórraddað og telur um 40 manns í heildina á aldrinum 18-65 ára.

Grannanum úr vestri, kórnum, var vel tekið í Hallgrímskirkju.

Upphafstónleikar Orgelsumarsins

Eftir hádegið í gær voru upphafstónleikar Orgelsumarsins í Hallgrímskirkju. Systkinin Matthías og Guðný Charlotta Harðarbörn komu þar fram. Það voru vandaðir og fallegir tónleikar eins og við var að búast. Aðsókn að tónleikunum var mjög góð, ferðafólk og heimafólk. Svo heldur Orgelsumarið áfram með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá, allt til 21. ágúst, tónleikar verða alla laugardaga og sunnudaga.

hsh


Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, lék undir


Nokkrir félagar úr Kór Hallgrímskirkju leiddu almennan safnaðarsöng - stundum þarf að hafa börnin með


Grænlenski kórinn, Nordisk Koncertkor Nuuk - fremst til vinstri er stjórnandi hans, Bente Colding-Jørgensen


Matthías Harðarson lék eftirspilið: Le monde dans l´attende du Sauveur Marcel Dupré


Systkinin Guðný Charlotta og Matthías Harðarbörn - fluttu á upphafstónleikum Orgelsumarsins verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju