Syngjandi sumarsveifla

15. júlí 2022

Syngjandi sumarsveifla

Bústaðakirkja - mynd: hsh

Eins og undanfarin sumur fer helgihald í Bústaðakirkju fram á sunnudagskvöldum og hefst kl. 20.00. Þessi tími hefur fallið í góðan jarðveg hjá kirkjugestum. Helgihaldið er heimilislegt og með sálmum, bænum og hugleiðingu.

Sunnudaginn 17. júlí verður syngjandi sumarsveifla í kvöldmessunni í Bústaðakirkju. Það er sóknarpresturinn, sr. Þorvaldur Víðisson, sem sér um hana ásamt messuþjónum. Hann ætlar að fjalla meðal annars um trúarhugtakið og spyr: Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga?

„Við verðum bara tvö í tónlistardeildinni þetta kvöld og hlakka ég mikið til,“ segir altsöngkonan, Anna Sigríður Helgadóttir, þegar kirkjan.is spyr hana út í þátt tónlistarinnar. „Já, ég fæ að vera með honum Jónasi Þóri í tónlistarflutningnum, hann leikur á hammond orgelið og er engum líkur.“

Anna Sigga og Jónas Þórir leiða líka safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

Tónlistin
Anna Sigga er kröftugt söngkona og henni fylgir glaðværð og elskusemi. „Ég fékk að velja nokkur lög, sálma, en annars verður sungið: Ver mér nær, ó, Guð; Kyrie og Gloría; Amazing Grace; His eye is on the Sparrow; Swing Low, og að endingu Drottinn, Guðs sonur,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Þetta verður vonandi ljúf stund þar sem kirkjugestir geta notið tónlistar og talaðs orðs og líka tekið undir.“

hsh


  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði