Helga Bragadóttir ráðin

29. júlí 2022

Helga Bragadóttir ráðin

Helga Bragadóttir sem vígð verður til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út 17. júlí síðastliðinn.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1.september 2022, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Valnefnd kaus Helgu Bragadóttur mag. theol til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Presturinn
Helga Bragadóttir er fædd árið 1991 á Akranesi og ólst upp á Siglufirði og síðar í Hafnarfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2011 og hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2014.

Helga útskrifaðist með mag. theol.-próf frá Háskóla Íslands veturinn 2021. Hún lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2022.

Helga hefur starfað í unglingastarfi og sunnudagaskóla í Grafarvogskirkju og í barnastarfi og sunnudagaskóla í Víðistaðakirkju ásamt því að gegna starfi kirkjuvarðar í afleysingum.

Sambýliskona Helgu er María Ósk Jónsdóttir, grafískur hönnuður hjá Já. Þær eiga fimm ára gamlan dreng.

Helga er þriðji ættliðurinn sem vígist til prestsþjónustu. Faðir hennar sr. Bragi J. Ingibergsson er sóknarprestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, áður á Siglufirði og afi hennar sr. Ingiberg J. Hannesson fv. prófastur þjónaði alla sína starfsævi í Dölunum.

Glerárprestakall

Prestakallið er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað. Í því er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrar- og Laugalandsprestakall.“

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

slg


  • Frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju