Kristín ráðin

9. ágúst 2022

Kristín ráðin

Kristín Kristjánsdóttir, djákni - mynd: Pétur Ragnhildarson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir djákna til þjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur rann út 17. júlí s.l. 

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september næstkomandi.

Kristín Kristjánsdóttir, djákni, var ráðin í starfið. 

Djákninn
Kristín Kristjánsdóttir er fædd árið 1967 og ólst upp í Reykjavík og Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá málabraut við Menntaskólann við Sund.

Árið 2000 fór Kristín í nám við The College of Practical Homoeopathy, London og lauk alþjóðlegu prófi til að stunda óhefðbundnar lækningar á sviði Hómópatíu og starfaði í Heilsuhúsinu og heilsuvöruversluninni Maður Lifandi í mörg ár.

Hún hóf nám við guðfræði – og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2009 og útskrifaðist með BA-próf í guðfræði/djáknanámi árið 2014.

Kristín lauk framhaldsmenntun í sálgæslu frá Háskóla Íslands vorið 2015 og diplómanámi í Handleiðslufræðum frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands árið 2018. Hún tók einnig námskeið í sáttarmiðlun frá sáttarmiðlunarskólanum árið 2021.

Hún var vígð til Fella- og Hólakirkju árið 2014. Í Fella- og Hólakirkju hélt Kristín utan um starf eldri borgara, kyrrðarstundir, sálgæslu og annað félagsstarf.

Kristín starfaði við þjónustumiðstöð foreldra langveikra barna, Leiðarljósi frá árinu 2014, þar sem ég leiddi sálgæslu fyrir foreldra sem misst hafa börn sín og hélt utan um sorgar og stuðningshópa.

Frá árinu 2020 hefur hún verið hópstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni, þar heldur hún utan um sorgarhópa, heldur fyrirlestra og er með sálgæsluviðtöl.

Kristín er gift Hákoni Hákonarsyni, löggiltum vátryggingarmiðlara. Þau eiga þrjú börn saman fædd 1989, 1994 og 1997. Fyrir átti hann 6 börn.
Djáknastarfið
Um fullt starf er að ræða og gerð er krafa um djáknamenntun frá guðfræði- og trúabragðadeild Háskóla Íslands eða sambærilega menntun. Starfsvið djákna mun fyrst og fremst felast í starfi með eldri borgurum, sálgæslu, fræðslu og helgihaldi. Lögð er áhersla á að umsækjandi hafi reynslu í sálgæslu og sorgarvinnu með börnum og fullorðnum. Reynsla af því að leiða helgihald er æskileg.

hsh

 

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Frétt

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta